Monday, June 22, 2009

hitt og þetta

Ég er farin að geta æft vel og öklinn allur að koma til! Ég lenti reyndar í því fyrir tveim vikum að fá krampa í bakið þegar ég var að lyfta í fyrsta skipti svo mánuðum skiptir! Það setti smá strik í reikninginn en ég er orðin betri núna. Ég þarf að passa mig að gera ekki of mikið, því bakið er viðkvæmt. Ég stefni á að keppa á allavega einu móti í sumar, ef ekki fleirum, en ég vona að ég geri mig ekki að fífli :/... Ég er nefnilega ekki í því formi sem ég hef verið í undanfarin ár (enda að jafna mig eftir aðgerð). En ég ætla að passa mig að fara rólega af stað og hafa gaman af því að keppa þó svo ég verði ekki beint í bætingaformi.

En ég skellti mér á námskeið til að fá réttindi sem kettlebell þjálfari. Fyrir þá sem ekki vita hvað kettlebell eða "bjalla" eins og ég held að það sé kallað á Íslandi er, skal ég taka í tíma og sýna ykkur :)


Ég fór svo í morgun í réttarsal að verja mitt mál!! Ég var nefnilega stoppuð af umferðarlöggunni fyrir að beygja til hægri á rauðu ljósi þar sem það mátti ekki (það má beigja til hægri á rauðu ljósi í Kaliforníu nema annað sé tekið til greina...og það var skilti sem ég sá ekki við beygjuna sem ég keyrði).
Sektin sem ég fékk upphaflega var fááááránlega há fyrir annars ekki svo alvarlegt umferðarbrot. Mér var gefinn sá kostur að fara fyrir rétti og dómara til að minnka sektina og gerði það sem betur fer.....sparaði mér ansi mikinn pening (ætla ekkert að skrifa upphaflegu upphæðina hér því hún er sjokkerandi.... en ég minnkaði sektina niður í $200... Sem mér finnst ennþá vera of hátt fyrir það sem ég gerði).

En nóg um það. Ætla að fara að koma mér á æfingu
Bless í bili :=)

Tuesday, June 2, 2009

til lukku!

Ég varð að koma á bloggið til að óska eftirfarandi til hamingju með árangurinn á smáþjóðaleikunum:
Til hamingju...
Bergur, Jón, Ásdís, Helga, Fríða, Kári, Ágústa ... oooog Jóhanna!!!!!!! .. Og allir sem hafa keppt.
Frábært hjá öllum á fyrsta degi keppnis og ég hlakka til að fylgjast með framhaldinu.

Annars er allt gott í fréttum hér. Ég er farin að hlaupa meir og meir og hlakka til að sjá hvort ég geti hoppað án verkjar. Ég býst við að keppa eithvað í júlí og ágúst en er ekki að búast við miklum árangri í ár þar sem ég er enn að jafna mig eftir aðgerðina.... eeeen á næsta ári er ég að byrja á nýu plani á nýjum stað með frábærann þjálfara og í góðu framhaldsnámi.

Ég ætla ekki út í smáatriði hér á síðunni eins og er. Eina vísbendingin sem þið fáið er að ég verð nær Íslandi...

Annars er planið að koma heim í júlí og ágúst... og ég get ekki beðiððððð!!!!


Tuesday, May 19, 2009

Fjögur ár Í San Diego

Ég hef nú verið í San Diego í fjögur ár og er að fara að útskrifast!!... Hér koma nokkrar myndir/minningar frá þessum fjórum árum... enjoy:


Fyrsta árið mitt þegar ég bætti þáverandi Íslandsmet (bætti mig í grind í þessu hlaupi og hljóp á 14.1sec)

Einnig fyrsta árið mitt hér, bætti mig í hástökki á þessu móti

Með þjálfaranum mínum eftir langt og erfitt mót í meiðslum... En það gekk vel á þessu móti


Tími minn hér hefur ekki bara veirð á vellinum - ströndin er náttúrulega æðisleg og ég og Kristen eigum það til að slappa af þar


Ég, Sherraine, og Corri. Við vorum herbergisfélagar í nokkur ár!


Ég og Kristen eigum það einnig til að fara á brimbretti - er ég henni mjög þakklát fyrir að koma mér inní það sport!

Það fylgir háskólalífinu að fara út að skemmta sér einstöku sinnum ;)
á þessari mynd er Sherraine, Mandy, ég, Percilla, og Kristen


Sportinu fylgja oft meiðsl... :/


Inga mín kom í heimsókn í fyrra og höfðum við það ógurlega gott. Ég tók hana með mér á brimbretti og hún stóð sig ekkert smá vel gellan!!



Hluti af fjölskyldunni kom í heimsókn um jólin og hér erum við Mark að hafa ofan af fyrir Agnesi minni!

Hér er svo restin af fjölskyldunni sem kom í heimsókn. Steinþór, mamma, og Reynir

Ég hef lært ýmislegt hér í San Diego, m.a. að sauma hár í hausinn á fólki ;)

Larnie, ég og Dipper.


Við Mark heimsóttum Vegas!! og hér erum við við Hoover stíflu í Nevada. Svaka mannvirki.

Ég og Mark, með Sandy og Johnathan. Jon er tugþrautarkappi sem ég hef æft með.

Vínsmökkunarleiðangur með stelpunum.

Svaka einbeitt í keppni

Útskrifuð!

Thursday, May 14, 2009

Allt að koma

Á mánudag og þriðjudag hljóp ég nokkrum sinnum 150metra með æfingum inn á milli (s.s. hnébeygjur, armbeygjur, boltakast, magaæfingar osrfv). Á þriðjudagskvöld fór ég á fimleikaæfingu. Í gær hvíldi ég, og í dag fór ég 4x (100m framstig, 25 armbeygjur, 400mskokk) og ég held að leggirnir á mér ætli ekki að fyrirgefa mér þetta!! Hehe... En mér líður hrika vel þrátt fyrir harðsperur.
Annars lærði ég að standa almennilega á höndum á þriðjudaginn. Einhverra hluta vegna hef ég aldrei getað staðið á höndum lengur en nokkrar sekúndur.... En ég fékk einkakennslu á þriðjudaginn og var bent á að ég væri ekki að nota rétta vöðva.... Um leið og ég spennti á réttum stað náði ég að standa á höndum eins lengi og ég vil!! ...jej ;)

Wednesday, May 13, 2009

fegurðardrottning

Ég veit ekki hversu mikið þetta hefur verið í fréttum heima, en á hverjum degi sé ég þetta annaðhvort á netinu, heyri um þetta í útvarpinu, eða sé það í sjónvarpinu. Ég er að tala um Ungfrú Kalifroníu/USA.
Fyrir þá sem ekki vita var hún í hættu á að missa titilinn sinn fyrir að hafa opinberlega sagt að hún sé ekki hlynnt giftingu samkynhneigðra og fyrir að hafa setið fyrir í sundfötum fyrir löngu síðan.... Þetta mál er alger vitleysa og Bandaríkjamenn eru hreinlega að fara með mig úr vitleysisskap!!
Þau þurfa að láta stelpuna í friði!
Hún var beðin um að taka það sem hún sagði til baka og byðjast afsökunar en hún gerði það ekki - hún vildi ekki breyta sinni skoðun og trú þrátt fyrir að þetta væri ekki vinsæl skoðun. Þá varð allt brjálað og það fundust gamlar myndir af henni þar sem hún hafði setið fyrir í sundfötum. Það var auðvitað gert meira mál úr því en þurfti og henni hótað að titill hennar sem ungfrú Kalifornía yrði tekinn.
Í dag var tilkynnt að titillinn hennar verður ekki tekinn. Þá eru fréttamenn og slúðurblöðin strax farin að kvarta og segja að hún sé að auglýsa röng gildi í þjóðfélaginu.
Verum aalveg róleg. Hún gerði ekkert af sér nema segja sína skoðun og standa við hana þrátt fyrir mikið áreiti. Ég tek ofan af henni fyrir það. Ég er EKKI að segja að ég sé sammála hennar skoðun, því það er ég alls ekki - mér finnst allir eiga að hafa sömu réttindi. En ég virði hana fyrir að hafa staðið við sitt og sýnt smá sjálfstæði (sem er ekki vinsælt hérna í þessu blessaða landi).
En nóg um það....

Ég gat ekki sofið og kveikti á sjónvarpinu og sá þetta enn og einu sinni fréttunum, slökkti þá á sjónvarpinu og ákvað að leika mér í tölvunni í smá stund í staðin.

Nú ætla ég aftur í háttinn.. Góða nótt! :)

Monday, May 11, 2009

Helgin

Ég hljóp í dag í fyrsta skipti síðan ég fór í aðgerð. Ég hef skokkað nokkrum sinnum en í dag hljóp ég fyrir alvöru (á grasi) og það var æðislegt. Ég finn ekki mikið til og held að ég geti farið að taka almennilega á því bráðlega.

Ég fór aftur í Olympic Training Center um helgina að horfa á Mark keppa. Honum gekk ágætlega og stökk 5.35metra. Hann rétt missti af 5.50metum sem hefði verið lágmark á HM (eða hérna í USA lágmark á úrtökumótið). Það kemur bráðlega hjá honum stráknum!!
Mér tókst að skaðbrenna á mér líkamann á meðan ég horfði á mótið. Ég hef ekki mikið verið í sólinni undanfarið vegna anna en horfði á allt mótið í stuttbuxum og hlýrabol!... og ji ég hef bara aldrei brunnið eins illa...hehe....
En hérna koma myndir frá helginni:


Paul (stangarstökkvari sem keppir við Mark), Ég og Sherraine kvöldið eftir mótið. Líta ekki hendurnar minar fyndið út?... Það er eins og ég er með tröllahendur ;)


Uhhm... Ég og Mark að fíflast á leiðinni á barinn eftir mótið. (tókum held ég 20myndir til að ná að verða svona samtaka..hehe)


Ég komin í náttföt og vil ekkert snerta því ég er sólbrennd (hef aldrei brunnið svona illa - skil ekki alveg af hverju ég brann svona mikið um helgina)

Hér eftir er svo video af Mark fara yfir 5.35 um helgina:


Tuesday, May 5, 2009

What to Do?

Valmöguleikarnir fyrir næsta ár...

- Vera áfram í San Diego að vinna og æfa. Ég er örugg með vinnu sem einkaþjálfari hjá þjálfara mínum (sem er mjög ideal). Ef ég geri það fer ég í meistaranám að ári.
- Fara til Myrtle Beach á fullum skólastyrk til að fá MBA gráðu, sem þíðir að ég þarf að vera í USA í allt sumar að klára tíma til að komast inn í MBA prógrammið. Þar er samt góður þjáflari og frábært MBA prógram sem ég fengi frítt!! (tja, ekki beint frítt, þyrfti að keppa fyrir skólann ;))
- Fara til Georgia University í lýðheilsufræði, veit ekki ennþá með peningamál í sambandi við það en þar er gott prógram æfingalega og skólalega séð.
- Koma til Íslands, reyna að finna vinnu :/ og æfa með yndislegu fólki og vera loksins nálægt fjölskyldu og vinum. Ef ég geri það fer ég í meistaranám að ári.
-Fara til Myrtle Beach og vinna og æfa og safna pening! Ef ég geri það fer ég í meistaranám að ári
- Fara til Colorado og vinna og æfa. Þar er góður þjálfari, þyrfti bara að finna vinnu.
- Gera eithvað algerlega random. Flytja eithvert til Evrópu og reyna að vinna og æfa.
- Eithvað annað??

Friday, May 1, 2009

Vangaveltur

Ég er byrjuð að HLAUPA! jeiiiiiii!! :)
Ég hljóp tvisvar í þessari viku (eða skokkaði) og líður bara vel í ökklanum. Ég fann ekki til, heldur er ökklinn bara mjög stífur. Liðleikinn er samt að koma smátt og smátt :-)

Annars er ég að telja niður dagana í útskrift!!! Þau fjögur ár sem ég hef verið hér í San Diego hafa svo sannarlega verið skrautleg og lærdómsrík. Ég hef notið þess að vera hérna en er tilbúin að taka næsta skref (sem ég veit reyndar ekki alveg hvað verður ;)).
Ég hafði alltaf hugsað mér að koma heim eftir þessi fjögur ár. Núna veit ég hins vegar ekki alveg hvað verður. Það fer svolítið eftir atvinnumöguleikum, meistaranámi, og æfinga og keppnisaðstöðu....

Ég sakna þess að vera heima. Ég vil setjast að heima aftur sem fyrst, en finnst ég ekki alveg búin hérna í útlandinu ;) Mark er alltaf að spurja mig um Ísland og vil flytja þangað sem fyrst. Hann vil kynnast fjölskyldu minni og vinum, og bara heimaslóðum mínum yfir höfuð! Það er mikill léttir að vita að hann sé ekki hræddur við að flytja frá uSA (en margir Bandaríkjamenn geta ekki ímyndað sér að búa neinstaðar annarstaðar!).

En jæja...þetta voru bara smá fréttir af mér og vangaveltur. Nú ætla ég að snúa mér aftur að heilsusálfræði-ritgerðinni minni.

Monday, April 27, 2009

lífið og tilveran

Þeir sem vilja fylgjast betur með mér geta addað mér á facebook þar sem ég er orðin svona léleg í þessu bloggi... Ekki að segja að ég ætli að hætta að blogga... Ég held ég haldi bara áfram að gera það sem ég hef verið að gera - skrifa hingað inn svona af og til...
Anyway...
Ég er að fara að útskrifast...oh my!! og ég veit ekki alveg hvað er að fara að taka við hjá mér. Það fer eftir ýmsu, kannski fer ég beint í meistaranám, en kannski ekki! Það kemur allt í ljós á næstu mánuðum.
Ég er ekki enn farin að hlaupa. Mér líður hins vegar ágætlega í ökklanum og get ekki beðið eftir því að fá grænt ljós á það að skokka, og lyfta smá. Ég vona að ég komist á fullt fyrir sumarið svo ég geti hugsanlega tekið þátt eithvað heima, en það er enn ekki alveg víst.

Ég er pínu veik. Hef verið með pest í c.a. viku núna og það er alveg óþolandi. Þetta er EKKI þessi svínaveiki ;) eða það held ég allavega .. hehe.. Ætla nú samt að fara til læknis á morgun til að láta tékka á mér aftur :)


Ég fór í gær í heimsókn í Olympic Training Center (fyrir þá sem ekki vita er það æfingamiðstöð hérna í San Diego þar sem íþróttamenn koma allstaðar að úr heiminum í eina bestu aðstöðu í heiminum, til að æfa). Það vill svo til að Vésteinn Hafsteinsson er þar með íþróttamennina sína svo ég hafði samband við hann og fékk að koma í heimsókn þangað, hitti hann, íþróttamennina hans, og fékk að sjá aðstöðuna (sem var geggjUÐ!). Það var rosa gaman og ég þakka Vésteini fyrir að taka á móti okkur og sína okkur staðinn!

Annars hef ég svosum ekkert mikið annað að segja, ætla að ganni að setja inn nokkrar myndir





Fórum í Sea World um daginn (Sandy hope it´s ok I used your pic :))


Hverjir ætli þetta séu nú!?


Frá því Helga var í heimsókn... Fengum okkur GóÐann Mexícanskan mat þetta kvöld

Tuesday, April 7, 2009

Læknastofan

Ég var á læknastofu um daginn með Mark (hann fór í smá aðgerð á kinninni). Á meðan við biðum á biðstofunni var lítil stúlka okkur við hlið að skoða fiskabúr, hún gekk upp að fiskabúrinu eftir að hafa hangið í mömmu sinni í smá stund sem hundsaði hana bara. Ætli hún hafi ekki verið c.a. 2ja ára gömul littla stelpan. Eftir að hafa skoðað fiskana í smá stund lifti hún upp pilsinu og þegar hún gerði það greip hún í bleyjuna sína og út kom kúkur!! Jújú.... kúkurinn lenti beint á teppinu í biðstofunni og stelpan labbaði frá fiskabúrinu út á mitt gólf og dreifði skemmtilegheitunum út um allt teppið! Úps!
Mamman greip í stelpunu (frekar harkalega) og skammaði hana. Ég veit ekki með ykkur en ég hefði ekki skammað krakkann fyrir þetta. Hún var með bleyju yfirfulla af kúk og fannst það nú eithvað óþægilegt greyjinu, hún reyndi að fá athygli mömmu sinni nokkru áður en fékk hana ekki. Stelpan var klárlega óviti og fattaði ekki alveg hvað hafði gerst.....
Eins og gerist oft á læknastofum var mikil seinkun og við Mark neyddumst til að sitja í kúkalyktinni í c.a. hálftíma, og fengum að filgjast með einni hjúkkunni þrífa teppið...hehe :/

Aðgerðin gekk vel og Mark er orðinn góður aftur!

Annars líður mér bara ágætlega. Ökklinn er allur að koma til og ég er farin að æfa meira!! Það er skrítið að vera í San Diego og vera ekki á vellinum alla daga. Ég veit ekki hvað ég á að gera við tímann stundum og get eiginlega ekki beðið eftir því að fara á fullt aftur.

Tuesday, March 24, 2009

Helga í heimsókn ofl.

Margt og mikið hefur gerst undanfarið.
Helga er í heimsókn og það er rosa gaman að hafa hana!! Hún er ótrúlega þægileg í umgengni stelpan. Voða nægjusöm og yndæl! Við eigum alveg eftir að gera eithvað túristadót með henni stelpunni samt.
Við höfum verið að fara í gegnum okkar dags daglega líf og ég held samt að það sé bara ágætlega gaman fyrir hana.
Hún hefur komið á þrjú frjálsíþróttamót (og var fengin í sjálfboðavinnu á einu ;)). Og hún er búin að koma með mér í tíma, og fara með Mark á æfingar (sem er náttúrulega snilld í þessari sól og blíðu).
Svo kom hún með mér í slæma hluta San Diego til að gefa heimilislausum teppi (í dagsbyrtu með öðru fólki - hún var alveg safe!). Ég er í nefnd í skólanum sem vinnur í allskonar sjálfboðavinnum, og ég var búin að bjóða mig fram í þetta verkefni fyrir löngu og fékk Helgu með mér. Það var ævintýri sem maður upplifir ekki oft - við vorum umvafin heimilislausu fólki sem var mjööög þakklátt fyrir að fá eitt lítið teppi (flest fólk var allavega þakklátt).

Undanfarið er Mark minn búinn að vera pínu slappur. Hann hefur verið með einhversskonar ber í andlitinu í nokkurn tíma sem læknir sagði honum fyrr sottlu að væri ekki neitt. En nú hefur þetta littla ber sko stækkað, og versnað, og það hratt. Við erum búin að fara til nokkurra lækna hér og nú er svo komið að hann þarf að fara í aðgerð.
Við vorum á læknavaktinni í 4 tíma í dag en þar var hann að fá sýklalyf í æð greyjið!
Það verður samt allt í lagi með hann kallinn. Hann þarf bara að fara í aðgerð sem fyrst og láta fjarlægja þetta!

Af mér er persónulega gott að frétta. Ökklinn er allur að koma til og ég hlakka til að fara að æfa á fullu aftur!!

En jæja.. ætla að fara að snúa mér að sjúklingnum mínum.

Monday, March 16, 2009

Veit ekki alveg

Meistaranám á austurströnd USA...
Meistaranám í Kaliforníu...
Meistaranám í Skandinavíu....
Meistaranám á Íslandi...
Enginn skóli....
hmmmmm.....

Meistaranám í lýðheilsufræði
Meistaranám í I/O psychology
Meistaranám í íþróttasálfræði
Meistaranám í heilsusálfræði
hmmmmm.....

Æfa með þjálfaranum sem ég er með núna....
Fara í annan háskóla með þektum þjálfara....
Æfa með ÍR Heima....

Þetta eru allt möguleikar....
Ég veit ekki alveg hvað ég ætla að gera. Ég er að vinna í einu sem ég vona að gangi... Ef það gengur ekki veit ég ekki hvað verður... En þetta eru allt möguleikar hér að ofan :)

Annars gengur lífið bara vel...Ökklinn er allur að koma til.
Helga Þráinsdóttir er komin í heimsókn og verður í mánuð. Hún ætlar að njóta San Diego, æfa í góða veðrinu og kynnast háskólalífinu hérna! Næs!!

Thursday, March 12, 2009

Ungfrú óákveðna

Hausinn á mér hefur snúist í ansi marga hringi undanfarið. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað ég vilji gera og hvar ég vilji vera á næsta ári. Ég er nefnilega að útskrifast bráðlega! Ég hef úr allt of mörgum möguleikum að velja, ég hef áhuga á allt of mörgu, og vil gera allt of mikið... og veit ekkert hvað ég á að gera eða hvað ég á að velja :/
Ég ætti kannski ekki að kvarta þar sem ég hef að minnsta kosti úr einhverju að velja... en úff... það er erfitt að ákveða....
Ég ætti kannski ekki að segja mikið þar sem mitt plan breytist vikulega. Ég tel það samt orðið mjög líklegt að ég endi á austurströnd USA á næsta ári, í meistaranámi, og að æfa og keppa með mjög góðu frjálsíþróttaliði og þjálfurum.
En... við sjáum til hvað verður, ég er ekkert búin að ákveða fyrir víst....

Tuesday, March 3, 2009

Tala í símann

Áhugaverður atburður gerðist í dag!
Það eru lög í Kaliforníu sem banna notkun farsíma í umferðinni (alveg eins og heima). Ég er soldill kjáni stundum og hef ekki mikið fylgt þessari reglu! Ég fékk að kenna á því í gær....hehe...
Ég var stopp á rauðu ljósi og var á fullu að tala í síman, þegar ég leit til hægri og sá lögreglubíl við hliðina á mér!! ÚÚúúppss.... Löggan starði á mig með vonbrigðum og sagði mér að opna gluggann. Ég gerði það að sjálfsögðu og brosti bara og sagði "sorrý"... Hann var frekar reiður en mýktist fljótt. Hann spurði hvað hann ætti eiginlega að gera við mig, og brosti,... Ég var náttúrulega skíthrædd, ypti öxlum og sagði ekki neitt....
Að lokum horfði hann á mig og sagði mér að ég sleppi í þetta skiptið!! Hann sagði að með réttu ætti hann að gefa mér sekt... En að ég fengi að sleppa í þetta skiptið, og fékk mig til að lofa að tala ekki aftur í símann á meðan ég væri að keyra.
Fjúff!!!

Friday, February 27, 2009

framhaldsnám?

Góðann dag lesendur góðir!
Ég hef ekki verið dugleg að blogga enda ekki með internet í nýju íbúðinni minni (kemst stundum, eins og núna, inn á internet nágrannanna ;))
Mikið hefur hins vegar gerst.
Í fyrsta lagi gekk aðgerðin vel. Ég er farin að labba og mér líður bara vel í ökklanum. Það eru auðvitað ennþá verkir, og stífleiki, en ekkert sem á ekki eftir að jafna sig með tímanum og meðferð!
Mér var sagt að ég ætti að verða 100% í ökklanum eftir c.a. 3-4mánuði (s.s. í Júní)!!
Ég hef misst nokkur kíló eftir aðgerðina, og sérstaklega eftir að ég kom út... Það er bara ekki til matarlyst í mér þegar ég er ekki að æfa almennilega! Sem betur fer er Mark duglegur að troða ofan í mig mat. Ég er líka farin að taka "weigth gainers" prótein shake til að reyna að halda í þá vöðva sem eftir eru á líkamanum ;)
(Þetta er nú ekki svo slæmt... er bara búin að léttast um c.a 4kíló en vil samt ekki missa meira).
Já og svo er ég að fara á Outback Steakhouse í kvöld að fá mér eina feita! :)

Skólinn gengur vel. Ef það gengi ekki vel í skólanum væri nú líka eithvað að mér þar sem ég er bara í tveim tímum þessa önnina. Þetta eru ágætlega erfiðir tímar, en skemmtilegir. Health Psychology, og Organizational Psychology.
Ég er líka aðeins farin að læra fyrir GRE prófið sem ég tek eftir mánuð. (fyrir þá sem ekki vita er GRE próf sem maður þarf að taka til að komast í meistaranám hérna í USA).
Talandi um meistaranám, þá er ég að skoða mína möguleika þar. Þar sem ég er ekki að keppa fyrir skólaliðið í ár á ég eitt ár eftir sem löggyldur keppandi í hálskólum í Bandaríkjunum, sem þíðir að ég get fengið hluta af meisaranáminu mínu borgað ef ég keppi fyrir skólann!!
Ég þarf samt að nýta þetta ár á næsta ári sem þíðir að ég þarf að byrja í meistaranámi Núna! (sem væri ekkert mál ef ég vissi nákvæmlega hvað ég vildi læra, og væri ekki með hugann við smá frí. Ég var nefnilega búin að ákveða að taka eitt ár í pásu námi).
Ég er nú þegar komin með boð frá tveim skólum um fullan skólastyrk, þetta eru skólar með miklu sterkara frjálsíþróttaprógramm en ég hef verið í undanfarin ár (en það er þó þokkalega sterkt), semsagt skólar sem eru í top tíu í USA!... Oh hvað það væri gaman... Þeir eru hins vegar ekki með nám sem mig langar í... Sem gerir mér frekar erfitt fyrir. Svo er ég ekki viss um að ég muni nýta þetta síðasta ár eða ekki. En það kemur allt í ljós á næstu vikum.

Ég hef verið að leyta mér að vinnum. Það er ekkert að fá. Ég sótti reyndar um sem lifeguard í sundlauginni hérna í skólanum og vona að ég fái það! Ég er reyndar komin með vinnu í maí en ég vil vinnu núna svo ég geti unnið mér inn smá aur.

Ég læt þetta duga í bili.

Friday, February 13, 2009

Aðgerðin gekk vel

Aðgerðin er búin og gekk vel!
Ég hef verið í góðu yfirlæti hjá mömmu og pabba í dag. Ég hef samt verið ótrúlega hress eftir að ég vaknaði. Ég kom heim, rotaðist í c.a. 2 tíma en hef verið góð síðan. Ég fór meira segja í matarboð hjá Þórunni frænku og fjölskyldu. Þar fékk ég hrossakjöt!! Ég bara gat ekki sleppt því að mæta þarátt fyrir að vera nýbúin í aðgerð því það er ekki á hverjum degi sem manni er boðið hrossakjöt.... og svo langaði mig líka að hitta allt fólkið. Ég er nú ekki oft þessu blessaða landi okkar!

Annars er lítið í fréttum. Það komst ekki mikið meira að hjá mér í dag en þessi aðgerð og heimsóknin áðan. Nú ligg ég upp í rúmi glaðvakandi og klukkan er að verða tvö... Sem er 18.00 á Kaliforníutíma.

Ætla að fara að koma mér í háttinn. Eða allavega reyna það

Wednesday, February 11, 2009

Home sweet home

Ég er komin til landsins. Mikið er notalegt að koma heim svona um miðjann febrúar. Ég hef ekki verið á landinu á þessum tíma í 4ár!
Ég er að fara í aðgerðina á föstudaginn og verð svo í viku í viðbót til að ná aðeins að jafna mig áður en ég fer aftur út. Það mun vonandi allt ganga vel.
Ferðalagið heim gekk vel, það væri reyndar ágætt ef ég kynni að sofa í flugvélum, en þrátt fyrir öll mín ferðalög næ ég bara ekki að slappa nógu vel af í vélunum til að sofna. Engu að síður, gott ferðalag. Ég náði að nýta tímann í heimalærdóm og tvær bíómyndir! Get ekki kvartað yfir því :)

Thursday, February 5, 2009

Ökklaaðgerð

Hér gengur allt sinn vanagang. Við Mark erum búin að koma okkur fyrir hérna í littlu íbúðinn og líður bara vel! Það er mikill munur að vera komin með sér íbúð!! :)
Það er reyndar skrítið að búa ekki lengur með Sherraine (hef búið með þessari elsku í yfir þrjú ár!), en hún fær lykil af íbúðinni okkar Mark þar sem við búum nær skólanum núna...hún fær að koma og leggja sig hérna í hléum....

Annars er ekki mikið að gerast í æfingum hjá mér. Ég er bara svona að halda mér í formi þar til ég fer í aðgerðina... Sem verður í næstu viku!!

Það er ótrúlega fyndið hversu margir hafa stungið upp á því að þessi ökklaverkur minn endalausi (sem hefur verið viðloðinn við mig í nokkur ár) sé bara "í hausnum" á mér. Það særir mann pínu að heyra frá fólki að það haldi að þetta sé bara eithvað sem lagast nú bara, eða að þetta sé eithvað sem ég er bara að ímynda mér!!
Ég hef verið með verki í ökklunum báðum í nokkur ár og hef ekkert getað hoppað án þess að finna mikið til. Mér hefur verið sagt að taka bólgueyðandi, styrkja ökklann og kæla...og að þá muni allt lagast. Ég held að ég hljóti að vera með einn af sterkustu ökklum í landinu...hehe.. Ég hef gert endalaust af styrktaræfingum og jafnvægisæfingum í von um að ökklinn lagist - en það gerði aldrei neitt gagn og ég finn alltaf jafn mikið til!
Ég var farin að sætta mig við það að ökklinn á mér væri bara eithvað gallaður og enginn vissi af hverju. Ég hef undanfarin ár verið að bíta á jaxlinn í hvert skipti sem ég keppi í hoppunum....og hef því miður ekki náð að taka hoppæfingar. Ég var næstum því búin að gefast upp á þrautinni og láta reyna á 400grind 100% í staðin.
En mér þykir þrautin bara miklu skemmtilegri svo ég hef þrjóskast í nokkur ár.

Nú er ég að fara í aðgerð í von um að geta farið að æfa þrautina á fullu!!! (s.s. ekki bara æfa fyrir hlaupin). Ég get ekki beðið!!
Mig hefur dreymt tvisvar undanfarið að ég sé að hoppa hástökk í fyrsta skipti í langann tíma. Í draumnum er ég eithvað að efast og vill helst ekki hoppa.... En, eithvað sagði mér að bara "f... it" og hoppa eins kröftuglega og ég gat... Svo ég gerði það, og hoppaði yfir 1.75metra án þess að finna til!! Tilfinningin var svo yfirþyrmandi (sú tilfinning að hoppa án þess að finna til) að ég fór að hááágráta....HEhehe ;)
Ég vona að þessi draumur rætist!

En nú ætla ég að koma mér á fimleikaæfingu. Mark er að þjálfa fimleika og ég fæ að koma á æfingar og leika!! :) Er að láta reyna á efri líkamann

Tuesday, January 27, 2009

Three Bars of Death

Eins og nafnið gefur til kynna tók ég ágætis æfingu í dag.
Ég hef ekki verið að taka mikið af erfiðum æfingum þar sem ég má ekki gera margt útaf ökklanum. Ég hef verið mikið í lauginni, og aðeins á hjólinu, en mér finnst ég bara aldrei ná eins góðum æfingum þannig.
En í dag tók ég góða æfingu í lyftingarsalnum. Æfing sem þjálfarinn minn kallar "Three Bars of Death" eða "þrjár stangir dauðans" :/
Þessi æfing var ekki löng, en hún samanstóð af Réttstöðulyftum, bekkpressu, og klíni. Ég tók 10 réttstöðulyftur, og 10 bekkpressur, og 10 klín....svo 9...svo 8..sv0 7...og alveg niðrí 1... (semsagt 55sinnum hver æfing). Og það var tekinn tíminn á mér svo ég þurfti að fara eins hratt og ég gat.
Þyngdirnar voru eftirfarandi: Réttstöðulyfta: 65kg, Klín: 45kg, og Bekkpressa: 40kg.
Þetta voru semsagt engar svaka þyngdir.....En margar endurtekningar og farið hratt! Tíminn minn var 13.46 mín sem þíðir kannsi ekki mikið fyrir þá sem hafa aldrei tekið þessa æfingu.

En nú þarf ég að koma mér í tíma.
Bið að heilsa í bili ;)

Monday, January 26, 2009

Kalt!

Það gengur alltsaman vel ennþá hérna í San Diego. Það er ekki mikið að gera í skólanum þessa dagana. Ég er bara á fullu að leita af vinnu, og gera allt klárt til að flytja á morgun!
Mikið rosalega verður það fínt að vera með sérplás....loksins!! Ég hef verið með herbergisfélaga (allt frá 2-5 manns) á meðan ég hef búið í San Diego, en nú erum við Mark að fara að fá OKKAR íbúð ... Það verður rosa munur!!! Þá þarf ég ekki að þrífa upp eftir aðra osfrv ;)

Ég fór á brimbretti á sunnudaginn í fyrsta skipti í frekar langann tíma. Það hefur hreinlega verið of kalt til að fara á brimbretti. En við vorum orðin þreytt á að bíða eftir hlýjunnu aftur svo að við drifum okkur þrátt fyrir kulda (jájá - ég veit...Ég á ekki að kvarta yfir kulda, en trúið mér bara...sjórinn var ískaldur!!). Það var rosalega gaman, en undir lokin var mér orðið svo kalt að ég réð varla við mig í sjónum, vöðvarnir hreinlega neituðu að virka. Ég fann samt að eftir þessa brimbretta ferð leið mér betur í öllum liðum (já ég er eins og gamla fólkið - illt í öllum liðum...hehe..), en ég fann mun á ökklanum, og bakinu, og var barasta rosa frísk í gær og í dag.
Þarf að fara í kaldann sjóinn oftar!!

En nú ætla ég að koma mér í að pakka og gera allt klárt áður en við flytjum!

Friday, January 23, 2009

rólegt

Sæl öllsömul.

Nú er skólinn byrjaður og allt að komast á fullt aftur. Ég get reyndar ekki sagt að ég sé á fullu því ég er ekki í eins mörgum einingum og ég hef verið í áður og ég er að æfa minna vegna aðgerðarinnar sem ég er að fara í. Ég er jú á fullu að leita að vinnu með skólanum svo ég geti reynt að vinna mér inn smá aur, það veitir ekki af þessa dagana! Það væri fínt ef ég fæ vinnu hér, og fá borgað í dollurum í stað krónu ;)
Annars vorum við Mark að finna okkur íbúð sem við flytjum í í næstu viku. Þetta er fínasta íbúð alveg hreint (pínulítil) en mjög kósí og fín, og nálægt skólanum. Ég er núna að borga $645 dollara fyrir littla herbergið mitt þar sem ég deili baðherbergi og eldhúsi með tveim stelpum. En þessa íbúð fáum við Mark á $875 á mánuði með öllum reikningum innifalið!! Við vorum mjööög heppin að finna svona góðann díl ;) ...Flestar littlu íbúðirnar á þessu svæði eru á yfir þúsund dollara.

En nóg um það.
Ég vildi bara pósta smá blogg um það sem ég hef verið að gera.

Já og vá. Það eru allir í skýjunum hérna yfir því að Obama skuli vera orðinn forseti. Þvílík partý og læti sem voru hérna síðasta þriðjudag þegar hann var formlega tekinn inn í forsetaembættið!
Ég verð að segja að ég er mjög ánægð með þetta eins og flestir svosum.

Sunday, January 18, 2009

Komin aftur til SD

Hæ allir saman. Það er orðið langt síðan ég bloggaði síðast. Ég ákvað að breyta blogginu mínu og fara aftur til Blogspot. Miklu þægilegra þegar kemur að því að setja inn myndir osfrv. Annars er ég komin aftur til San Diego. Ferðalagið gekk vel, og ég er ágætlega sátt við það að vera komin aftur. Ég hafði það ógurlega gott heima um áramótin. Ég gerði margt skemmtilegt, þó mér finnist ég hafa þurft að gera miklu meira! Það er bara ekki tími fyrir allt á aðeins 2vikum. Það helsta í fréttum er það að ég er orðin trúlofuð. Ji hvað það er skrítið að segja það. Mark bað mín á meðan við vorum á Egilsstöðum í helgarfríi, það var mjög indælt :)
Annað mikilvægt í fréttum er það að ég þarf að fara í aðgerð á ökkla. Ég get samt sagt ykkur það að það var mikill léttir þegar Gauti Laxdal læknir hringdi í mig til að segja mér hvað væri að mér í ökklanum og að það sé hægt að laga það. Þetta hefur verið ENDALAUS barátta og aldrei var vitað hvað er að mér (það eina sem ég veit er að það er ógurlega sársaukafullt að hoppa). Þannig að ég er satt best að segja ánægð með það að vera að fara í aðgerð! Ég vona að margra ára verkur í ökklanum fari eftir aðgerðina (eða a.m.k. minnki).
Ég læt hér fylgja myndir að heiman.


Bláa Lónið

Eftir mjög hressandi reiðtúr (ég Mark, og Selma frænka)

Á leiðinni í smá reiðtúr

Alltaf gott að borða hjá ömmu

Trúl0fuð

Fjallaferð með Arnari og fjölskyldu


Þau eru bæði skotin í mér ;)


Flugeldar á gamlárskvöld!