Friday, January 23, 2009

rólegt

Sæl öllsömul.

Nú er skólinn byrjaður og allt að komast á fullt aftur. Ég get reyndar ekki sagt að ég sé á fullu því ég er ekki í eins mörgum einingum og ég hef verið í áður og ég er að æfa minna vegna aðgerðarinnar sem ég er að fara í. Ég er jú á fullu að leita að vinnu með skólanum svo ég geti reynt að vinna mér inn smá aur, það veitir ekki af þessa dagana! Það væri fínt ef ég fæ vinnu hér, og fá borgað í dollurum í stað krónu ;)
Annars vorum við Mark að finna okkur íbúð sem við flytjum í í næstu viku. Þetta er fínasta íbúð alveg hreint (pínulítil) en mjög kósí og fín, og nálægt skólanum. Ég er núna að borga $645 dollara fyrir littla herbergið mitt þar sem ég deili baðherbergi og eldhúsi með tveim stelpum. En þessa íbúð fáum við Mark á $875 á mánuði með öllum reikningum innifalið!! Við vorum mjööög heppin að finna svona góðann díl ;) ...Flestar littlu íbúðirnar á þessu svæði eru á yfir þúsund dollara.

En nóg um það.
Ég vildi bara pósta smá blogg um það sem ég hef verið að gera.

Já og vá. Það eru allir í skýjunum hérna yfir því að Obama skuli vera orðinn forseti. Þvílík partý og læti sem voru hérna síðasta þriðjudag þegar hann var formlega tekinn inn í forsetaembættið!
Ég verð að segja að ég er mjög ánægð með þetta eins og flestir svosum.

No comments:

Post a Comment