Tuesday, March 24, 2009

Helga í heimsókn ofl.

Margt og mikið hefur gerst undanfarið.
Helga er í heimsókn og það er rosa gaman að hafa hana!! Hún er ótrúlega þægileg í umgengni stelpan. Voða nægjusöm og yndæl! Við eigum alveg eftir að gera eithvað túristadót með henni stelpunni samt.
Við höfum verið að fara í gegnum okkar dags daglega líf og ég held samt að það sé bara ágætlega gaman fyrir hana.
Hún hefur komið á þrjú frjálsíþróttamót (og var fengin í sjálfboðavinnu á einu ;)). Og hún er búin að koma með mér í tíma, og fara með Mark á æfingar (sem er náttúrulega snilld í þessari sól og blíðu).
Svo kom hún með mér í slæma hluta San Diego til að gefa heimilislausum teppi (í dagsbyrtu með öðru fólki - hún var alveg safe!). Ég er í nefnd í skólanum sem vinnur í allskonar sjálfboðavinnum, og ég var búin að bjóða mig fram í þetta verkefni fyrir löngu og fékk Helgu með mér. Það var ævintýri sem maður upplifir ekki oft - við vorum umvafin heimilislausu fólki sem var mjööög þakklátt fyrir að fá eitt lítið teppi (flest fólk var allavega þakklátt).

Undanfarið er Mark minn búinn að vera pínu slappur. Hann hefur verið með einhversskonar ber í andlitinu í nokkurn tíma sem læknir sagði honum fyrr sottlu að væri ekki neitt. En nú hefur þetta littla ber sko stækkað, og versnað, og það hratt. Við erum búin að fara til nokkurra lækna hér og nú er svo komið að hann þarf að fara í aðgerð.
Við vorum á læknavaktinni í 4 tíma í dag en þar var hann að fá sýklalyf í æð greyjið!
Það verður samt allt í lagi með hann kallinn. Hann þarf bara að fara í aðgerð sem fyrst og láta fjarlægja þetta!

Af mér er persónulega gott að frétta. Ökklinn er allur að koma til og ég hlakka til að fara að æfa á fullu aftur!!

En jæja.. ætla að fara að snúa mér að sjúklingnum mínum.

Monday, March 16, 2009

Veit ekki alveg

Meistaranám á austurströnd USA...
Meistaranám í Kaliforníu...
Meistaranám í Skandinavíu....
Meistaranám á Íslandi...
Enginn skóli....
hmmmmm.....

Meistaranám í lýðheilsufræði
Meistaranám í I/O psychology
Meistaranám í íþróttasálfræði
Meistaranám í heilsusálfræði
hmmmmm.....

Æfa með þjálfaranum sem ég er með núna....
Fara í annan háskóla með þektum þjálfara....
Æfa með ÍR Heima....

Þetta eru allt möguleikar....
Ég veit ekki alveg hvað ég ætla að gera. Ég er að vinna í einu sem ég vona að gangi... Ef það gengur ekki veit ég ekki hvað verður... En þetta eru allt möguleikar hér að ofan :)

Annars gengur lífið bara vel...Ökklinn er allur að koma til.
Helga Þráinsdóttir er komin í heimsókn og verður í mánuð. Hún ætlar að njóta San Diego, æfa í góða veðrinu og kynnast háskólalífinu hérna! Næs!!

Thursday, March 12, 2009

Ungfrú óákveðna

Hausinn á mér hefur snúist í ansi marga hringi undanfarið. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað ég vilji gera og hvar ég vilji vera á næsta ári. Ég er nefnilega að útskrifast bráðlega! Ég hef úr allt of mörgum möguleikum að velja, ég hef áhuga á allt of mörgu, og vil gera allt of mikið... og veit ekkert hvað ég á að gera eða hvað ég á að velja :/
Ég ætti kannski ekki að kvarta þar sem ég hef að minnsta kosti úr einhverju að velja... en úff... það er erfitt að ákveða....
Ég ætti kannski ekki að segja mikið þar sem mitt plan breytist vikulega. Ég tel það samt orðið mjög líklegt að ég endi á austurströnd USA á næsta ári, í meistaranámi, og að æfa og keppa með mjög góðu frjálsíþróttaliði og þjálfurum.
En... við sjáum til hvað verður, ég er ekkert búin að ákveða fyrir víst....

Tuesday, March 3, 2009

Tala í símann

Áhugaverður atburður gerðist í dag!
Það eru lög í Kaliforníu sem banna notkun farsíma í umferðinni (alveg eins og heima). Ég er soldill kjáni stundum og hef ekki mikið fylgt þessari reglu! Ég fékk að kenna á því í gær....hehe...
Ég var stopp á rauðu ljósi og var á fullu að tala í síman, þegar ég leit til hægri og sá lögreglubíl við hliðina á mér!! ÚÚúúppss.... Löggan starði á mig með vonbrigðum og sagði mér að opna gluggann. Ég gerði það að sjálfsögðu og brosti bara og sagði "sorrý"... Hann var frekar reiður en mýktist fljótt. Hann spurði hvað hann ætti eiginlega að gera við mig, og brosti,... Ég var náttúrulega skíthrædd, ypti öxlum og sagði ekki neitt....
Að lokum horfði hann á mig og sagði mér að ég sleppi í þetta skiptið!! Hann sagði að með réttu ætti hann að gefa mér sekt... En að ég fengi að sleppa í þetta skiptið, og fékk mig til að lofa að tala ekki aftur í símann á meðan ég væri að keyra.
Fjúff!!!