Hausinn á mér hefur snúist í ansi marga hringi undanfarið. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað ég vilji gera og hvar ég vilji vera á næsta ári. Ég er nefnilega að útskrifast bráðlega! Ég hef úr allt of mörgum möguleikum að velja, ég hef áhuga á allt of mörgu, og vil gera allt of mikið... og veit ekkert hvað ég á að gera eða hvað ég á að velja :/
Ég ætti kannski ekki að kvarta þar sem ég hef að minnsta kosti úr einhverju að velja... en úff... það er erfitt að ákveða....
Ég ætti kannski ekki að segja mikið þar sem mitt plan breytist vikulega. Ég tel það samt orðið mjög líklegt að ég endi á austurströnd USA á næsta ári, í meistaranámi, og að æfa og keppa með mjög góðu frjálsíþróttaliði og þjálfurum.
En... við sjáum til hvað verður, ég er ekkert búin að ákveða fyrir víst....
Thursday, March 12, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment