Tuesday, March 3, 2009

Tala í símann

Áhugaverður atburður gerðist í dag!
Það eru lög í Kaliforníu sem banna notkun farsíma í umferðinni (alveg eins og heima). Ég er soldill kjáni stundum og hef ekki mikið fylgt þessari reglu! Ég fékk að kenna á því í gær....hehe...
Ég var stopp á rauðu ljósi og var á fullu að tala í síman, þegar ég leit til hægri og sá lögreglubíl við hliðina á mér!! ÚÚúúppss.... Löggan starði á mig með vonbrigðum og sagði mér að opna gluggann. Ég gerði það að sjálfsögðu og brosti bara og sagði "sorrý"... Hann var frekar reiður en mýktist fljótt. Hann spurði hvað hann ætti eiginlega að gera við mig, og brosti,... Ég var náttúrulega skíthrædd, ypti öxlum og sagði ekki neitt....
Að lokum horfði hann á mig og sagði mér að ég sleppi í þetta skiptið!! Hann sagði að með réttu ætti hann að gefa mér sekt... En að ég fengi að sleppa í þetta skiptið, og fékk mig til að lofa að tala ekki aftur í símann á meðan ég væri að keyra.
Fjúff!!!

2 comments:

  1. Ég hélt fyrst að ég væri að lesa fyrstu línurnar í klámmyndahandriti ... "Hvað á ég að gera við þig?" :)

    ReplyDelete
  2. Haha... Nei Burkni minn... Ég er ekki komin út í þann geira ennþá...
    Þrátt fyrir að búa í klukkutíma fjarlægð frá klmámmyndaHöfuðborg Bandaríkjanna finn ég ekki til löngun að fara þangað.

    ReplyDelete