Tuesday, January 27, 2009

Three Bars of Death

Eins og nafnið gefur til kynna tók ég ágætis æfingu í dag.
Ég hef ekki verið að taka mikið af erfiðum æfingum þar sem ég má ekki gera margt útaf ökklanum. Ég hef verið mikið í lauginni, og aðeins á hjólinu, en mér finnst ég bara aldrei ná eins góðum æfingum þannig.
En í dag tók ég góða æfingu í lyftingarsalnum. Æfing sem þjálfarinn minn kallar "Three Bars of Death" eða "þrjár stangir dauðans" :/
Þessi æfing var ekki löng, en hún samanstóð af Réttstöðulyftum, bekkpressu, og klíni. Ég tók 10 réttstöðulyftur, og 10 bekkpressur, og 10 klín....svo 9...svo 8..sv0 7...og alveg niðrí 1... (semsagt 55sinnum hver æfing). Og það var tekinn tíminn á mér svo ég þurfti að fara eins hratt og ég gat.
Þyngdirnar voru eftirfarandi: Réttstöðulyfta: 65kg, Klín: 45kg, og Bekkpressa: 40kg.
Þetta voru semsagt engar svaka þyngdir.....En margar endurtekningar og farið hratt! Tíminn minn var 13.46 mín sem þíðir kannsi ekki mikið fyrir þá sem hafa aldrei tekið þessa æfingu.

En nú þarf ég að koma mér í tíma.
Bið að heilsa í bili ;)

Monday, January 26, 2009

Kalt!

Það gengur alltsaman vel ennþá hérna í San Diego. Það er ekki mikið að gera í skólanum þessa dagana. Ég er bara á fullu að leita af vinnu, og gera allt klárt til að flytja á morgun!
Mikið rosalega verður það fínt að vera með sérplás....loksins!! Ég hef verið með herbergisfélaga (allt frá 2-5 manns) á meðan ég hef búið í San Diego, en nú erum við Mark að fara að fá OKKAR íbúð ... Það verður rosa munur!!! Þá þarf ég ekki að þrífa upp eftir aðra osfrv ;)

Ég fór á brimbretti á sunnudaginn í fyrsta skipti í frekar langann tíma. Það hefur hreinlega verið of kalt til að fara á brimbretti. En við vorum orðin þreytt á að bíða eftir hlýjunnu aftur svo að við drifum okkur þrátt fyrir kulda (jájá - ég veit...Ég á ekki að kvarta yfir kulda, en trúið mér bara...sjórinn var ískaldur!!). Það var rosalega gaman, en undir lokin var mér orðið svo kalt að ég réð varla við mig í sjónum, vöðvarnir hreinlega neituðu að virka. Ég fann samt að eftir þessa brimbretta ferð leið mér betur í öllum liðum (já ég er eins og gamla fólkið - illt í öllum liðum...hehe..), en ég fann mun á ökklanum, og bakinu, og var barasta rosa frísk í gær og í dag.
Þarf að fara í kaldann sjóinn oftar!!

En nú ætla ég að koma mér í að pakka og gera allt klárt áður en við flytjum!

Friday, January 23, 2009

rólegt

Sæl öllsömul.

Nú er skólinn byrjaður og allt að komast á fullt aftur. Ég get reyndar ekki sagt að ég sé á fullu því ég er ekki í eins mörgum einingum og ég hef verið í áður og ég er að æfa minna vegna aðgerðarinnar sem ég er að fara í. Ég er jú á fullu að leita að vinnu með skólanum svo ég geti reynt að vinna mér inn smá aur, það veitir ekki af þessa dagana! Það væri fínt ef ég fæ vinnu hér, og fá borgað í dollurum í stað krónu ;)
Annars vorum við Mark að finna okkur íbúð sem við flytjum í í næstu viku. Þetta er fínasta íbúð alveg hreint (pínulítil) en mjög kósí og fín, og nálægt skólanum. Ég er núna að borga $645 dollara fyrir littla herbergið mitt þar sem ég deili baðherbergi og eldhúsi með tveim stelpum. En þessa íbúð fáum við Mark á $875 á mánuði með öllum reikningum innifalið!! Við vorum mjööög heppin að finna svona góðann díl ;) ...Flestar littlu íbúðirnar á þessu svæði eru á yfir þúsund dollara.

En nóg um það.
Ég vildi bara pósta smá blogg um það sem ég hef verið að gera.

Já og vá. Það eru allir í skýjunum hérna yfir því að Obama skuli vera orðinn forseti. Þvílík partý og læti sem voru hérna síðasta þriðjudag þegar hann var formlega tekinn inn í forsetaembættið!
Ég verð að segja að ég er mjög ánægð með þetta eins og flestir svosum.

Sunday, January 18, 2009

Komin aftur til SD

Hæ allir saman. Það er orðið langt síðan ég bloggaði síðast. Ég ákvað að breyta blogginu mínu og fara aftur til Blogspot. Miklu þægilegra þegar kemur að því að setja inn myndir osfrv. Annars er ég komin aftur til San Diego. Ferðalagið gekk vel, og ég er ágætlega sátt við það að vera komin aftur. Ég hafði það ógurlega gott heima um áramótin. Ég gerði margt skemmtilegt, þó mér finnist ég hafa þurft að gera miklu meira! Það er bara ekki tími fyrir allt á aðeins 2vikum. Það helsta í fréttum er það að ég er orðin trúlofuð. Ji hvað það er skrítið að segja það. Mark bað mín á meðan við vorum á Egilsstöðum í helgarfríi, það var mjög indælt :)
Annað mikilvægt í fréttum er það að ég þarf að fara í aðgerð á ökkla. Ég get samt sagt ykkur það að það var mikill léttir þegar Gauti Laxdal læknir hringdi í mig til að segja mér hvað væri að mér í ökklanum og að það sé hægt að laga það. Þetta hefur verið ENDALAUS barátta og aldrei var vitað hvað er að mér (það eina sem ég veit er að það er ógurlega sársaukafullt að hoppa). Þannig að ég er satt best að segja ánægð með það að vera að fara í aðgerð! Ég vona að margra ára verkur í ökklanum fari eftir aðgerðina (eða a.m.k. minnki).
Ég læt hér fylgja myndir að heiman.


Bláa Lónið

Eftir mjög hressandi reiðtúr (ég Mark, og Selma frænka)

Á leiðinni í smá reiðtúr

Alltaf gott að borða hjá ömmu

Trúl0fuð

Fjallaferð með Arnari og fjölskyldu


Þau eru bæði skotin í mér ;)


Flugeldar á gamlárskvöld!