Eins og nafnið gefur til kynna tók ég ágætis æfingu í dag.
Ég hef ekki verið að taka mikið af erfiðum æfingum þar sem ég má ekki gera margt útaf ökklanum. Ég hef verið mikið í lauginni, og aðeins á hjólinu, en mér finnst ég bara aldrei ná eins góðum æfingum þannig.
En í dag tók ég góða æfingu í lyftingarsalnum. Æfing sem þjálfarinn minn kallar "Three Bars of Death" eða "þrjár stangir dauðans" :/
Þessi æfing var ekki löng, en hún samanstóð af Réttstöðulyftum, bekkpressu, og klíni. Ég tók 10 réttstöðulyftur, og 10 bekkpressur, og 10 klín....svo 9...svo 8..sv0 7...og alveg niðrí 1... (semsagt 55sinnum hver æfing). Og það var tekinn tíminn á mér svo ég þurfti að fara eins hratt og ég gat.
Þyngdirnar voru eftirfarandi: Réttstöðulyfta: 65kg, Klín: 45kg, og Bekkpressa: 40kg.
Þetta voru semsagt engar svaka þyngdir.....En margar endurtekningar og farið hratt! Tíminn minn var 13.46 mín sem þíðir kannsi ekki mikið fyrir þá sem hafa aldrei tekið þessa æfingu.
En nú þarf ég að koma mér í tíma.
Bið að heilsa í bili ;)
Tuesday, January 27, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment