Friday, February 27, 2009

framhaldsnám?

Góðann dag lesendur góðir!
Ég hef ekki verið dugleg að blogga enda ekki með internet í nýju íbúðinni minni (kemst stundum, eins og núna, inn á internet nágrannanna ;))
Mikið hefur hins vegar gerst.
Í fyrsta lagi gekk aðgerðin vel. Ég er farin að labba og mér líður bara vel í ökklanum. Það eru auðvitað ennþá verkir, og stífleiki, en ekkert sem á ekki eftir að jafna sig með tímanum og meðferð!
Mér var sagt að ég ætti að verða 100% í ökklanum eftir c.a. 3-4mánuði (s.s. í Júní)!!
Ég hef misst nokkur kíló eftir aðgerðina, og sérstaklega eftir að ég kom út... Það er bara ekki til matarlyst í mér þegar ég er ekki að æfa almennilega! Sem betur fer er Mark duglegur að troða ofan í mig mat. Ég er líka farin að taka "weigth gainers" prótein shake til að reyna að halda í þá vöðva sem eftir eru á líkamanum ;)
(Þetta er nú ekki svo slæmt... er bara búin að léttast um c.a 4kíló en vil samt ekki missa meira).
Já og svo er ég að fara á Outback Steakhouse í kvöld að fá mér eina feita! :)

Skólinn gengur vel. Ef það gengi ekki vel í skólanum væri nú líka eithvað að mér þar sem ég er bara í tveim tímum þessa önnina. Þetta eru ágætlega erfiðir tímar, en skemmtilegir. Health Psychology, og Organizational Psychology.
Ég er líka aðeins farin að læra fyrir GRE prófið sem ég tek eftir mánuð. (fyrir þá sem ekki vita er GRE próf sem maður þarf að taka til að komast í meistaranám hérna í USA).
Talandi um meistaranám, þá er ég að skoða mína möguleika þar. Þar sem ég er ekki að keppa fyrir skólaliðið í ár á ég eitt ár eftir sem löggyldur keppandi í hálskólum í Bandaríkjunum, sem þíðir að ég get fengið hluta af meisaranáminu mínu borgað ef ég keppi fyrir skólann!!
Ég þarf samt að nýta þetta ár á næsta ári sem þíðir að ég þarf að byrja í meistaranámi Núna! (sem væri ekkert mál ef ég vissi nákvæmlega hvað ég vildi læra, og væri ekki með hugann við smá frí. Ég var nefnilega búin að ákveða að taka eitt ár í pásu námi).
Ég er nú þegar komin með boð frá tveim skólum um fullan skólastyrk, þetta eru skólar með miklu sterkara frjálsíþróttaprógramm en ég hef verið í undanfarin ár (en það er þó þokkalega sterkt), semsagt skólar sem eru í top tíu í USA!... Oh hvað það væri gaman... Þeir eru hins vegar ekki með nám sem mig langar í... Sem gerir mér frekar erfitt fyrir. Svo er ég ekki viss um að ég muni nýta þetta síðasta ár eða ekki. En það kemur allt í ljós á næstu vikum.

Ég hef verið að leyta mér að vinnum. Það er ekkert að fá. Ég sótti reyndar um sem lifeguard í sundlauginni hérna í skólanum og vona að ég fái það! Ég er reyndar komin með vinnu í maí en ég vil vinnu núna svo ég geti unnið mér inn smá aur.

Ég læt þetta duga í bili.

Friday, February 13, 2009

Aðgerðin gekk vel

Aðgerðin er búin og gekk vel!
Ég hef verið í góðu yfirlæti hjá mömmu og pabba í dag. Ég hef samt verið ótrúlega hress eftir að ég vaknaði. Ég kom heim, rotaðist í c.a. 2 tíma en hef verið góð síðan. Ég fór meira segja í matarboð hjá Þórunni frænku og fjölskyldu. Þar fékk ég hrossakjöt!! Ég bara gat ekki sleppt því að mæta þarátt fyrir að vera nýbúin í aðgerð því það er ekki á hverjum degi sem manni er boðið hrossakjöt.... og svo langaði mig líka að hitta allt fólkið. Ég er nú ekki oft þessu blessaða landi okkar!

Annars er lítið í fréttum. Það komst ekki mikið meira að hjá mér í dag en þessi aðgerð og heimsóknin áðan. Nú ligg ég upp í rúmi glaðvakandi og klukkan er að verða tvö... Sem er 18.00 á Kaliforníutíma.

Ætla að fara að koma mér í háttinn. Eða allavega reyna það

Wednesday, February 11, 2009

Home sweet home

Ég er komin til landsins. Mikið er notalegt að koma heim svona um miðjann febrúar. Ég hef ekki verið á landinu á þessum tíma í 4ár!
Ég er að fara í aðgerðina á föstudaginn og verð svo í viku í viðbót til að ná aðeins að jafna mig áður en ég fer aftur út. Það mun vonandi allt ganga vel.
Ferðalagið heim gekk vel, það væri reyndar ágætt ef ég kynni að sofa í flugvélum, en þrátt fyrir öll mín ferðalög næ ég bara ekki að slappa nógu vel af í vélunum til að sofna. Engu að síður, gott ferðalag. Ég náði að nýta tímann í heimalærdóm og tvær bíómyndir! Get ekki kvartað yfir því :)

Thursday, February 5, 2009

Ökklaaðgerð

Hér gengur allt sinn vanagang. Við Mark erum búin að koma okkur fyrir hérna í littlu íbúðinn og líður bara vel! Það er mikill munur að vera komin með sér íbúð!! :)
Það er reyndar skrítið að búa ekki lengur með Sherraine (hef búið með þessari elsku í yfir þrjú ár!), en hún fær lykil af íbúðinni okkar Mark þar sem við búum nær skólanum núna...hún fær að koma og leggja sig hérna í hléum....

Annars er ekki mikið að gerast í æfingum hjá mér. Ég er bara svona að halda mér í formi þar til ég fer í aðgerðina... Sem verður í næstu viku!!

Það er ótrúlega fyndið hversu margir hafa stungið upp á því að þessi ökklaverkur minn endalausi (sem hefur verið viðloðinn við mig í nokkur ár) sé bara "í hausnum" á mér. Það særir mann pínu að heyra frá fólki að það haldi að þetta sé bara eithvað sem lagast nú bara, eða að þetta sé eithvað sem ég er bara að ímynda mér!!
Ég hef verið með verki í ökklunum báðum í nokkur ár og hef ekkert getað hoppað án þess að finna mikið til. Mér hefur verið sagt að taka bólgueyðandi, styrkja ökklann og kæla...og að þá muni allt lagast. Ég held að ég hljóti að vera með einn af sterkustu ökklum í landinu...hehe.. Ég hef gert endalaust af styrktaræfingum og jafnvægisæfingum í von um að ökklinn lagist - en það gerði aldrei neitt gagn og ég finn alltaf jafn mikið til!
Ég var farin að sætta mig við það að ökklinn á mér væri bara eithvað gallaður og enginn vissi af hverju. Ég hef undanfarin ár verið að bíta á jaxlinn í hvert skipti sem ég keppi í hoppunum....og hef því miður ekki náð að taka hoppæfingar. Ég var næstum því búin að gefast upp á þrautinni og láta reyna á 400grind 100% í staðin.
En mér þykir þrautin bara miklu skemmtilegri svo ég hef þrjóskast í nokkur ár.

Nú er ég að fara í aðgerð í von um að geta farið að æfa þrautina á fullu!!! (s.s. ekki bara æfa fyrir hlaupin). Ég get ekki beðið!!
Mig hefur dreymt tvisvar undanfarið að ég sé að hoppa hástökk í fyrsta skipti í langann tíma. Í draumnum er ég eithvað að efast og vill helst ekki hoppa.... En, eithvað sagði mér að bara "f... it" og hoppa eins kröftuglega og ég gat... Svo ég gerði það, og hoppaði yfir 1.75metra án þess að finna til!! Tilfinningin var svo yfirþyrmandi (sú tilfinning að hoppa án þess að finna til) að ég fór að hááágráta....HEhehe ;)
Ég vona að þessi draumur rætist!

En nú ætla ég að koma mér á fimleikaæfingu. Mark er að þjálfa fimleika og ég fæ að koma á æfingar og leika!! :) Er að láta reyna á efri líkamann