Aðgerðin er búin og gekk vel!
Ég hef verið í góðu yfirlæti hjá mömmu og pabba í dag. Ég hef samt verið ótrúlega hress eftir að ég vaknaði. Ég kom heim, rotaðist í c.a. 2 tíma en hef verið góð síðan. Ég fór meira segja í matarboð hjá Þórunni frænku og fjölskyldu. Þar fékk ég hrossakjöt!! Ég bara gat ekki sleppt því að mæta þarátt fyrir að vera nýbúin í aðgerð því það er ekki á hverjum degi sem manni er boðið hrossakjöt.... og svo langaði mig líka að hitta allt fólkið. Ég er nú ekki oft þessu blessaða landi okkar!
Annars er lítið í fréttum. Það komst ekki mikið meira að hjá mér í dag en þessi aðgerð og heimsóknin áðan. Nú ligg ég upp í rúmi glaðvakandi og klukkan er að verða tvö... Sem er 18.00 á Kaliforníutíma.
Ætla að fara að koma mér í háttinn. Eða allavega reyna það
Friday, February 13, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Hæhæ
ReplyDeleteGott að aðgerðin gekk vel og þú sért hress:-) Þá er bara að jafna sig vel og vonandi geturðu farið að hoppa og skoppa án sársauka innan tíðar:-) Kveðja, Ágústa