Tuesday, May 19, 2009

Fjögur ár Í San Diego

Ég hef nú verið í San Diego í fjögur ár og er að fara að útskrifast!!... Hér koma nokkrar myndir/minningar frá þessum fjórum árum... enjoy:


Fyrsta árið mitt þegar ég bætti þáverandi Íslandsmet (bætti mig í grind í þessu hlaupi og hljóp á 14.1sec)

Einnig fyrsta árið mitt hér, bætti mig í hástökki á þessu móti

Með þjálfaranum mínum eftir langt og erfitt mót í meiðslum... En það gekk vel á þessu móti


Tími minn hér hefur ekki bara veirð á vellinum - ströndin er náttúrulega æðisleg og ég og Kristen eigum það til að slappa af þar


Ég, Sherraine, og Corri. Við vorum herbergisfélagar í nokkur ár!


Ég og Kristen eigum það einnig til að fara á brimbretti - er ég henni mjög þakklát fyrir að koma mér inní það sport!

Það fylgir háskólalífinu að fara út að skemmta sér einstöku sinnum ;)
á þessari mynd er Sherraine, Mandy, ég, Percilla, og Kristen


Sportinu fylgja oft meiðsl... :/


Inga mín kom í heimsókn í fyrra og höfðum við það ógurlega gott. Ég tók hana með mér á brimbretti og hún stóð sig ekkert smá vel gellan!!



Hluti af fjölskyldunni kom í heimsókn um jólin og hér erum við Mark að hafa ofan af fyrir Agnesi minni!

Hér er svo restin af fjölskyldunni sem kom í heimsókn. Steinþór, mamma, og Reynir

Ég hef lært ýmislegt hér í San Diego, m.a. að sauma hár í hausinn á fólki ;)

Larnie, ég og Dipper.


Við Mark heimsóttum Vegas!! og hér erum við við Hoover stíflu í Nevada. Svaka mannvirki.

Ég og Mark, með Sandy og Johnathan. Jon er tugþrautarkappi sem ég hef æft með.

Vínsmökkunarleiðangur með stelpunum.

Svaka einbeitt í keppni

Útskrifuð!

8 comments:

  1. Til hamingju með útskriftina elskan mín. Fjögur ár eru langur tími og margt breyttist á þeim. Það hefur verið gaman að fylgjast með þér á meðan náminu stóð og ég hlakka til að fylgjast með næsta kafla - hver svo sem hann verður!
    Mér þótti afskaplega gaman af því að fá smá upprifjunarmyndir og samantekt :)

    Knús í krús,

    ReplyDelete
  2. Sælar... Innilega til hamingju með áfangann!
    vá hvað mér fannst þessi 4 ár fljót að líða hehe!
    Hafðu það gott skvís!

    ReplyDelete
  3. Innilega til hamingju með útskriftina elsku Kristín mín!!
    Þetta eru frábærar myndir, og já þessi ár eru búin að vera mjög fljót að líða!!

    ReplyDelete
  4. Innilega til hamingju með útskriftina:)
    En vá ótrúlega gaman að sjá þessar myndir :)
    4ár eru greinilega ekki mjög lengi að líða :)

    ReplyDelete
  5. Til hamingju með útskrift! Til hamingju líka með að vera byrjuð að hlaupa að einhverju ráði, get ímyndað mér að það geri þig ámóta glaða (það og að kunna að standa á höndum :) Sé þig vonandi í sumar á klakanum!

    ReplyDelete
  6. Innilega til hamingju Kristín. Ekkert smá flott hjá þér. Skemmtilegt að skoða þessa myndasyrpu. Nær klakanum segiru? Þýðir það engar cali æfingabúðir fyrir mig?

    Hlakka til að sjá þig í sumar

    ReplyDelete
  7. Snilld hjá þér Kristín Birna! Til hamingju með allt og góða ferð inn í næsta kafla. Það er skuggalega gaman að klára skóla og útskrifast.

    Stebbi Þór í Texas
    (á klakanum í sumar, kannski fluttur heim?)

    ReplyDelete
  8. Ótrúlega skemmtilegar myndir elskan mín, ég hlakka til að fá þig heim:)

    ReplyDelete