Monday, May 11, 2009

Helgin

Ég hljóp í dag í fyrsta skipti síðan ég fór í aðgerð. Ég hef skokkað nokkrum sinnum en í dag hljóp ég fyrir alvöru (á grasi) og það var æðislegt. Ég finn ekki mikið til og held að ég geti farið að taka almennilega á því bráðlega.

Ég fór aftur í Olympic Training Center um helgina að horfa á Mark keppa. Honum gekk ágætlega og stökk 5.35metra. Hann rétt missti af 5.50metum sem hefði verið lágmark á HM (eða hérna í USA lágmark á úrtökumótið). Það kemur bráðlega hjá honum stráknum!!
Mér tókst að skaðbrenna á mér líkamann á meðan ég horfði á mótið. Ég hef ekki mikið verið í sólinni undanfarið vegna anna en horfði á allt mótið í stuttbuxum og hlýrabol!... og ji ég hef bara aldrei brunnið eins illa...hehe....
En hérna koma myndir frá helginni:


Paul (stangarstökkvari sem keppir við Mark), Ég og Sherraine kvöldið eftir mótið. Líta ekki hendurnar minar fyndið út?... Það er eins og ég er með tröllahendur ;)


Uhhm... Ég og Mark að fíflast á leiðinni á barinn eftir mótið. (tókum held ég 20myndir til að ná að verða svona samtaka..hehe)


Ég komin í náttföt og vil ekkert snerta því ég er sólbrennd (hef aldrei brunnið svona illa - skil ekki alveg af hverju ég brann svona mikið um helgina)

Hér eftir er svo video af Mark fara yfir 5.35 um helgina:


5 comments:

  1. Gaman að sjá myndir. En ein spurning fyrir forvitnissakir, í hvaða búningi er Mark að stökkva á þessari mynd?;)

    ReplyDelete
  2. Láttu ekki eins og þú þekkjir ekki þennann galla! :=)
    Tekur hann sig ekki vel út í bláu ;)

    ReplyDelete
  3. He he mér sýndist þetta vera sá rétti, en ég trúði því varla svo ég ákvað að spyrja!;) Hann tekur sig virkilega vel út í þessum eðalbláa lit sem ÍR gallinn hefur að geyma!;)

    ReplyDelete
  4. Jám finnst þér ekki ;)

    Hann átti engann keppnisgalla svo að ég spurði Þráinn hvort hann gæti ekki fengið galla. Helga var svo góð að koma með galla handa honum (meira segja utanyfirgalla - og einn handa mér) þegar hún kom! :)

    ReplyDelete
  5. Glæsilegt, þið takið ykkur svo vel út í bláu!;)

    ReplyDelete