Wednesday, May 13, 2009

fegurðardrottning

Ég veit ekki hversu mikið þetta hefur verið í fréttum heima, en á hverjum degi sé ég þetta annaðhvort á netinu, heyri um þetta í útvarpinu, eða sé það í sjónvarpinu. Ég er að tala um Ungfrú Kalifroníu/USA.
Fyrir þá sem ekki vita var hún í hættu á að missa titilinn sinn fyrir að hafa opinberlega sagt að hún sé ekki hlynnt giftingu samkynhneigðra og fyrir að hafa setið fyrir í sundfötum fyrir löngu síðan.... Þetta mál er alger vitleysa og Bandaríkjamenn eru hreinlega að fara með mig úr vitleysisskap!!
Þau þurfa að láta stelpuna í friði!
Hún var beðin um að taka það sem hún sagði til baka og byðjast afsökunar en hún gerði það ekki - hún vildi ekki breyta sinni skoðun og trú þrátt fyrir að þetta væri ekki vinsæl skoðun. Þá varð allt brjálað og það fundust gamlar myndir af henni þar sem hún hafði setið fyrir í sundfötum. Það var auðvitað gert meira mál úr því en þurfti og henni hótað að titill hennar sem ungfrú Kalifornía yrði tekinn.
Í dag var tilkynnt að titillinn hennar verður ekki tekinn. Þá eru fréttamenn og slúðurblöðin strax farin að kvarta og segja að hún sé að auglýsa röng gildi í þjóðfélaginu.
Verum aalveg róleg. Hún gerði ekkert af sér nema segja sína skoðun og standa við hana þrátt fyrir mikið áreiti. Ég tek ofan af henni fyrir það. Ég er EKKI að segja að ég sé sammála hennar skoðun, því það er ég alls ekki - mér finnst allir eiga að hafa sömu réttindi. En ég virði hana fyrir að hafa staðið við sitt og sýnt smá sjálfstæði (sem er ekki vinsælt hérna í þessu blessaða landi).
En nóg um það....

Ég gat ekki sofið og kveikti á sjónvarpinu og sá þetta enn og einu sinni fréttunum, slökkti þá á sjónvarpinu og ákvað að leika mér í tölvunni í smá stund í staðin.

Nú ætla ég aftur í háttinn.. Góða nótt! :)

No comments:

Post a Comment