Ég var á læknastofu um daginn með Mark (hann fór í smá aðgerð á kinninni). Á meðan við biðum á biðstofunni var lítil stúlka okkur við hlið að skoða fiskabúr, hún gekk upp að fiskabúrinu eftir að hafa hangið í mömmu sinni í smá stund sem hundsaði hana bara. Ætli hún hafi ekki verið c.a. 2ja ára gömul littla stelpan. Eftir að hafa skoðað fiskana í smá stund lifti hún upp pilsinu og þegar hún gerði það greip hún í bleyjuna sína og út kom kúkur!! Jújú.... kúkurinn lenti beint á teppinu í biðstofunni og stelpan labbaði frá fiskabúrinu út á mitt gólf og dreifði skemmtilegheitunum út um allt teppið! Úps!
Mamman greip í stelpunu (frekar harkalega) og skammaði hana. Ég veit ekki með ykkur en ég hefði ekki skammað krakkann fyrir þetta. Hún var með bleyju yfirfulla af kúk og fannst það nú eithvað óþægilegt greyjinu, hún reyndi að fá athygli mömmu sinni nokkru áður en fékk hana ekki. Stelpan var klárlega óviti og fattaði ekki alveg hvað hafði gerst.....
Eins og gerist oft á læknastofum var mikil seinkun og við Mark neyddumst til að sitja í kúkalyktinni í c.a. hálftíma, og fengum að filgjast með einni hjúkkunni þrífa teppið...hehe :/
Aðgerðin gekk vel og Mark er orðinn góður aftur!
Annars líður mér bara ágætlega. Ökklinn er allur að koma til og ég er farin að æfa meira!! Það er skrítið að vera í San Diego og vera ekki á vellinum alla daga. Ég veit ekki hvað ég á að gera við tímann stundum og get eiginlega ekki beðið eftir því að fara á fullt aftur.
Tuesday, April 7, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
hahaha þetta er sjúklega fyndin saga:) By the way þá var ég að senda þér póst þ.e. ef þú sérð þetta fyrst
ReplyDelete