Monday, June 22, 2009

hitt og þetta

Ég er farin að geta æft vel og öklinn allur að koma til! Ég lenti reyndar í því fyrir tveim vikum að fá krampa í bakið þegar ég var að lyfta í fyrsta skipti svo mánuðum skiptir! Það setti smá strik í reikninginn en ég er orðin betri núna. Ég þarf að passa mig að gera ekki of mikið, því bakið er viðkvæmt. Ég stefni á að keppa á allavega einu móti í sumar, ef ekki fleirum, en ég vona að ég geri mig ekki að fífli :/... Ég er nefnilega ekki í því formi sem ég hef verið í undanfarin ár (enda að jafna mig eftir aðgerð). En ég ætla að passa mig að fara rólega af stað og hafa gaman af því að keppa þó svo ég verði ekki beint í bætingaformi.

En ég skellti mér á námskeið til að fá réttindi sem kettlebell þjálfari. Fyrir þá sem ekki vita hvað kettlebell eða "bjalla" eins og ég held að það sé kallað á Íslandi er, skal ég taka í tíma og sýna ykkur :)


Ég fór svo í morgun í réttarsal að verja mitt mál!! Ég var nefnilega stoppuð af umferðarlöggunni fyrir að beygja til hægri á rauðu ljósi þar sem það mátti ekki (það má beigja til hægri á rauðu ljósi í Kaliforníu nema annað sé tekið til greina...og það var skilti sem ég sá ekki við beygjuna sem ég keyrði).
Sektin sem ég fékk upphaflega var fááááránlega há fyrir annars ekki svo alvarlegt umferðarbrot. Mér var gefinn sá kostur að fara fyrir rétti og dómara til að minnka sektina og gerði það sem betur fer.....sparaði mér ansi mikinn pening (ætla ekkert að skrifa upphaflegu upphæðina hér því hún er sjokkerandi.... en ég minnkaði sektina niður í $200... Sem mér finnst ennþá vera of hátt fyrir það sem ég gerði).

En nóg um það. Ætla að fara að koma mér á æfingu
Bless í bili :=)

No comments:

Post a Comment