Thursday, May 14, 2009

Allt að koma

Á mánudag og þriðjudag hljóp ég nokkrum sinnum 150metra með æfingum inn á milli (s.s. hnébeygjur, armbeygjur, boltakast, magaæfingar osrfv). Á þriðjudagskvöld fór ég á fimleikaæfingu. Í gær hvíldi ég, og í dag fór ég 4x (100m framstig, 25 armbeygjur, 400mskokk) og ég held að leggirnir á mér ætli ekki að fyrirgefa mér þetta!! Hehe... En mér líður hrika vel þrátt fyrir harðsperur.
Annars lærði ég að standa almennilega á höndum á þriðjudaginn. Einhverra hluta vegna hef ég aldrei getað staðið á höndum lengur en nokkrar sekúndur.... En ég fékk einkakennslu á þriðjudaginn og var bent á að ég væri ekki að nota rétta vöðva.... Um leið og ég spennti á réttum stað náði ég að standa á höndum eins lengi og ég vil!! ...jej ;)

Wednesday, May 13, 2009

fegurðardrottning

Ég veit ekki hversu mikið þetta hefur verið í fréttum heima, en á hverjum degi sé ég þetta annaðhvort á netinu, heyri um þetta í útvarpinu, eða sé það í sjónvarpinu. Ég er að tala um Ungfrú Kalifroníu/USA.
Fyrir þá sem ekki vita var hún í hættu á að missa titilinn sinn fyrir að hafa opinberlega sagt að hún sé ekki hlynnt giftingu samkynhneigðra og fyrir að hafa setið fyrir í sundfötum fyrir löngu síðan.... Þetta mál er alger vitleysa og Bandaríkjamenn eru hreinlega að fara með mig úr vitleysisskap!!
Þau þurfa að láta stelpuna í friði!
Hún var beðin um að taka það sem hún sagði til baka og byðjast afsökunar en hún gerði það ekki - hún vildi ekki breyta sinni skoðun og trú þrátt fyrir að þetta væri ekki vinsæl skoðun. Þá varð allt brjálað og það fundust gamlar myndir af henni þar sem hún hafði setið fyrir í sundfötum. Það var auðvitað gert meira mál úr því en þurfti og henni hótað að titill hennar sem ungfrú Kalifornía yrði tekinn.
Í dag var tilkynnt að titillinn hennar verður ekki tekinn. Þá eru fréttamenn og slúðurblöðin strax farin að kvarta og segja að hún sé að auglýsa röng gildi í þjóðfélaginu.
Verum aalveg róleg. Hún gerði ekkert af sér nema segja sína skoðun og standa við hana þrátt fyrir mikið áreiti. Ég tek ofan af henni fyrir það. Ég er EKKI að segja að ég sé sammála hennar skoðun, því það er ég alls ekki - mér finnst allir eiga að hafa sömu réttindi. En ég virði hana fyrir að hafa staðið við sitt og sýnt smá sjálfstæði (sem er ekki vinsælt hérna í þessu blessaða landi).
En nóg um það....

Ég gat ekki sofið og kveikti á sjónvarpinu og sá þetta enn og einu sinni fréttunum, slökkti þá á sjónvarpinu og ákvað að leika mér í tölvunni í smá stund í staðin.

Nú ætla ég aftur í háttinn.. Góða nótt! :)

Monday, May 11, 2009

Helgin

Ég hljóp í dag í fyrsta skipti síðan ég fór í aðgerð. Ég hef skokkað nokkrum sinnum en í dag hljóp ég fyrir alvöru (á grasi) og það var æðislegt. Ég finn ekki mikið til og held að ég geti farið að taka almennilega á því bráðlega.

Ég fór aftur í Olympic Training Center um helgina að horfa á Mark keppa. Honum gekk ágætlega og stökk 5.35metra. Hann rétt missti af 5.50metum sem hefði verið lágmark á HM (eða hérna í USA lágmark á úrtökumótið). Það kemur bráðlega hjá honum stráknum!!
Mér tókst að skaðbrenna á mér líkamann á meðan ég horfði á mótið. Ég hef ekki mikið verið í sólinni undanfarið vegna anna en horfði á allt mótið í stuttbuxum og hlýrabol!... og ji ég hef bara aldrei brunnið eins illa...hehe....
En hérna koma myndir frá helginni:


Paul (stangarstökkvari sem keppir við Mark), Ég og Sherraine kvöldið eftir mótið. Líta ekki hendurnar minar fyndið út?... Það er eins og ég er með tröllahendur ;)


Uhhm... Ég og Mark að fíflast á leiðinni á barinn eftir mótið. (tókum held ég 20myndir til að ná að verða svona samtaka..hehe)


Ég komin í náttföt og vil ekkert snerta því ég er sólbrennd (hef aldrei brunnið svona illa - skil ekki alveg af hverju ég brann svona mikið um helgina)

Hér eftir er svo video af Mark fara yfir 5.35 um helgina:


Tuesday, May 5, 2009

What to Do?

Valmöguleikarnir fyrir næsta ár...

- Vera áfram í San Diego að vinna og æfa. Ég er örugg með vinnu sem einkaþjálfari hjá þjálfara mínum (sem er mjög ideal). Ef ég geri það fer ég í meistaranám að ári.
- Fara til Myrtle Beach á fullum skólastyrk til að fá MBA gráðu, sem þíðir að ég þarf að vera í USA í allt sumar að klára tíma til að komast inn í MBA prógrammið. Þar er samt góður þjáflari og frábært MBA prógram sem ég fengi frítt!! (tja, ekki beint frítt, þyrfti að keppa fyrir skólann ;))
- Fara til Georgia University í lýðheilsufræði, veit ekki ennþá með peningamál í sambandi við það en þar er gott prógram æfingalega og skólalega séð.
- Koma til Íslands, reyna að finna vinnu :/ og æfa með yndislegu fólki og vera loksins nálægt fjölskyldu og vinum. Ef ég geri það fer ég í meistaranám að ári.
-Fara til Myrtle Beach og vinna og æfa og safna pening! Ef ég geri það fer ég í meistaranám að ári
- Fara til Colorado og vinna og æfa. Þar er góður þjálfari, þyrfti bara að finna vinnu.
- Gera eithvað algerlega random. Flytja eithvert til Evrópu og reyna að vinna og æfa.
- Eithvað annað??

Friday, May 1, 2009

Vangaveltur

Ég er byrjuð að HLAUPA! jeiiiiiii!! :)
Ég hljóp tvisvar í þessari viku (eða skokkaði) og líður bara vel í ökklanum. Ég fann ekki til, heldur er ökklinn bara mjög stífur. Liðleikinn er samt að koma smátt og smátt :-)

Annars er ég að telja niður dagana í útskrift!!! Þau fjögur ár sem ég hef verið hér í San Diego hafa svo sannarlega verið skrautleg og lærdómsrík. Ég hef notið þess að vera hérna en er tilbúin að taka næsta skref (sem ég veit reyndar ekki alveg hvað verður ;)).
Ég hafði alltaf hugsað mér að koma heim eftir þessi fjögur ár. Núna veit ég hins vegar ekki alveg hvað verður. Það fer svolítið eftir atvinnumöguleikum, meistaranámi, og æfinga og keppnisaðstöðu....

Ég sakna þess að vera heima. Ég vil setjast að heima aftur sem fyrst, en finnst ég ekki alveg búin hérna í útlandinu ;) Mark er alltaf að spurja mig um Ísland og vil flytja þangað sem fyrst. Hann vil kynnast fjölskyldu minni og vinum, og bara heimaslóðum mínum yfir höfuð! Það er mikill léttir að vita að hann sé ekki hræddur við að flytja frá uSA (en margir Bandaríkjamenn geta ekki ímyndað sér að búa neinstaðar annarstaðar!).

En jæja...þetta voru bara smá fréttir af mér og vangaveltur. Nú ætla ég að snúa mér aftur að heilsusálfræði-ritgerðinni minni.

Monday, April 27, 2009

lífið og tilveran

Þeir sem vilja fylgjast betur með mér geta addað mér á facebook þar sem ég er orðin svona léleg í þessu bloggi... Ekki að segja að ég ætli að hætta að blogga... Ég held ég haldi bara áfram að gera það sem ég hef verið að gera - skrifa hingað inn svona af og til...
Anyway...
Ég er að fara að útskrifast...oh my!! og ég veit ekki alveg hvað er að fara að taka við hjá mér. Það fer eftir ýmsu, kannski fer ég beint í meistaranám, en kannski ekki! Það kemur allt í ljós á næstu mánuðum.
Ég er ekki enn farin að hlaupa. Mér líður hins vegar ágætlega í ökklanum og get ekki beðið eftir því að fá grænt ljós á það að skokka, og lyfta smá. Ég vona að ég komist á fullt fyrir sumarið svo ég geti hugsanlega tekið þátt eithvað heima, en það er enn ekki alveg víst.

Ég er pínu veik. Hef verið með pest í c.a. viku núna og það er alveg óþolandi. Þetta er EKKI þessi svínaveiki ;) eða það held ég allavega .. hehe.. Ætla nú samt að fara til læknis á morgun til að láta tékka á mér aftur :)


Ég fór í gær í heimsókn í Olympic Training Center (fyrir þá sem ekki vita er það æfingamiðstöð hérna í San Diego þar sem íþróttamenn koma allstaðar að úr heiminum í eina bestu aðstöðu í heiminum, til að æfa). Það vill svo til að Vésteinn Hafsteinsson er þar með íþróttamennina sína svo ég hafði samband við hann og fékk að koma í heimsókn þangað, hitti hann, íþróttamennina hans, og fékk að sjá aðstöðuna (sem var geggjUÐ!). Það var rosa gaman og ég þakka Vésteini fyrir að taka á móti okkur og sína okkur staðinn!

Annars hef ég svosum ekkert mikið annað að segja, ætla að ganni að setja inn nokkrar myndir





Fórum í Sea World um daginn (Sandy hope it´s ok I used your pic :))


Hverjir ætli þetta séu nú!?


Frá því Helga var í heimsókn... Fengum okkur GóÐann Mexícanskan mat þetta kvöld

Tuesday, April 7, 2009

Læknastofan

Ég var á læknastofu um daginn með Mark (hann fór í smá aðgerð á kinninni). Á meðan við biðum á biðstofunni var lítil stúlka okkur við hlið að skoða fiskabúr, hún gekk upp að fiskabúrinu eftir að hafa hangið í mömmu sinni í smá stund sem hundsaði hana bara. Ætli hún hafi ekki verið c.a. 2ja ára gömul littla stelpan. Eftir að hafa skoðað fiskana í smá stund lifti hún upp pilsinu og þegar hún gerði það greip hún í bleyjuna sína og út kom kúkur!! Jújú.... kúkurinn lenti beint á teppinu í biðstofunni og stelpan labbaði frá fiskabúrinu út á mitt gólf og dreifði skemmtilegheitunum út um allt teppið! Úps!
Mamman greip í stelpunu (frekar harkalega) og skammaði hana. Ég veit ekki með ykkur en ég hefði ekki skammað krakkann fyrir þetta. Hún var með bleyju yfirfulla af kúk og fannst það nú eithvað óþægilegt greyjinu, hún reyndi að fá athygli mömmu sinni nokkru áður en fékk hana ekki. Stelpan var klárlega óviti og fattaði ekki alveg hvað hafði gerst.....
Eins og gerist oft á læknastofum var mikil seinkun og við Mark neyddumst til að sitja í kúkalyktinni í c.a. hálftíma, og fengum að filgjast með einni hjúkkunni þrífa teppið...hehe :/

Aðgerðin gekk vel og Mark er orðinn góður aftur!

Annars líður mér bara ágætlega. Ökklinn er allur að koma til og ég er farin að æfa meira!! Það er skrítið að vera í San Diego og vera ekki á vellinum alla daga. Ég veit ekki hvað ég á að gera við tímann stundum og get eiginlega ekki beðið eftir því að fara á fullt aftur.