Ég er byrjuð að HLAUPA! jeiiiiiii!! :)
Ég hljóp tvisvar í þessari viku (eða skokkaði) og líður bara vel í ökklanum. Ég fann ekki til, heldur er ökklinn bara mjög stífur. Liðleikinn er samt að koma smátt og smátt :-)
Annars er ég að telja niður dagana í útskrift!!! Þau fjögur ár sem ég hef verið hér í San Diego hafa svo sannarlega verið skrautleg og lærdómsrík. Ég hef notið þess að vera hérna en er tilbúin að taka næsta skref (sem ég veit reyndar ekki alveg hvað verður ;)).
Ég hafði alltaf hugsað mér að koma heim eftir þessi fjögur ár. Núna veit ég hins vegar ekki alveg hvað verður. Það fer svolítið eftir atvinnumöguleikum, meistaranámi, og æfinga og keppnisaðstöðu....
Ég sakna þess að vera heima. Ég vil setjast að heima aftur sem fyrst, en finnst ég ekki alveg búin hérna í útlandinu ;) Mark er alltaf að spurja mig um Ísland og vil flytja þangað sem fyrst. Hann vil kynnast fjölskyldu minni og vinum, og bara heimaslóðum mínum yfir höfuð! Það er mikill léttir að vita að hann sé ekki hræddur við að flytja frá uSA (en margir Bandaríkjamenn geta ekki ímyndað sér að búa neinstaðar annarstaðar!).
En jæja...þetta voru bara smá fréttir af mér og vangaveltur. Nú ætla ég að snúa mér aftur að heilsusálfræði-ritgerðinni minni.
Friday, May 1, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Gott að heyra að þú ert góð í ökklanum!!
ReplyDeleteOg jafnvel ennþá betra að vita að þú ætlar ennþá að flytja heim!! :)
Hafðu það gott Kristín mín!!!
Kara
Jeiiii að þú skulir vera að byrja að hlaupa og ennþá meira jeiii að þú hugsar þér að flytja aftur heim. En ekki svo mikið jeii að þú veist ekki alveg framhaldið. Sakna þín:)
ReplyDelete