Hér gengur allt sinn vanagang. Við Mark erum búin að koma okkur fyrir hérna í littlu íbúðinn og líður bara vel! Það er mikill munur að vera komin með sér íbúð!! :)
Það er reyndar skrítið að búa ekki lengur með Sherraine (hef búið með þessari elsku í yfir þrjú ár!), en hún fær lykil af íbúðinni okkar Mark þar sem við búum nær skólanum núna...hún fær að koma og leggja sig hérna í hléum....
Annars er ekki mikið að gerast í æfingum hjá mér. Ég er bara svona að halda mér í formi þar til ég fer í aðgerðina... Sem verður í næstu viku!!
Það er ótrúlega fyndið hversu margir hafa stungið upp á því að þessi ökklaverkur minn endalausi (sem hefur verið viðloðinn við mig í nokkur ár) sé bara "í hausnum" á mér. Það særir mann pínu að heyra frá fólki að það haldi að þetta sé bara eithvað sem lagast nú bara, eða að þetta sé eithvað sem ég er bara að ímynda mér!!
Ég hef verið með verki í ökklunum báðum í nokkur ár og hef ekkert getað hoppað án þess að finna mikið til. Mér hefur verið sagt að taka bólgueyðandi, styrkja ökklann og kæla...og að þá muni allt lagast. Ég held að ég hljóti að vera með einn af sterkustu ökklum í landinu...hehe.. Ég hef gert endalaust af styrktaræfingum og jafnvægisæfingum í von um að ökklinn lagist - en það gerði aldrei neitt gagn og ég finn alltaf jafn mikið til!
Ég var farin að sætta mig við það að ökklinn á mér væri bara eithvað gallaður og enginn vissi af hverju. Ég hef undanfarin ár verið að bíta á jaxlinn í hvert skipti sem ég keppi í hoppunum....og hef því miður ekki náð að taka hoppæfingar. Ég var næstum því búin að gefast upp á þrautinni og láta reyna á 400grind 100% í staðin.
En mér þykir þrautin bara miklu skemmtilegri svo ég hef þrjóskast í nokkur ár.
Nú er ég að fara í aðgerð í von um að geta farið að æfa þrautina á fullu!!! (s.s. ekki bara æfa fyrir hlaupin). Ég get ekki beðið!!
Mig hefur dreymt tvisvar undanfarið að ég sé að hoppa hástökk í fyrsta skipti í langann tíma. Í draumnum er ég eithvað að efast og vill helst ekki hoppa.... En, eithvað sagði mér að bara "f... it" og hoppa eins kröftuglega og ég gat... Svo ég gerði það, og hoppaði yfir 1.75metra án þess að finna til!! Tilfinningin var svo yfirþyrmandi (sú tilfinning að hoppa án þess að finna til) að ég fór að hááágráta....HEhehe ;)
Ég vona að þessi draumur rætist!
En nú ætla ég að koma mér á fimleikaæfingu. Mark er að þjálfa fimleika og ég fæ að koma á æfingar og leika!! :) Er að láta reyna á efri líkamann
Thursday, February 5, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Gangi þér vel í aðgerðinni - ég vona svo innilega að núna lagi þeir þetta því gaman væri að sjá þig taka súper þraut!
ReplyDeleteog til hamingju með flutninginn1
Hlakka til að sjá myndir og gott að heyra að þú ert í góðu fjöri og ánægð með þig.
ReplyDeleteÉg hlakka mikið til að sjá þig í vikunni. Ég fer reyndar í sumarbústað næstu helgi en ég ætti eitthvað að geta rekist á þig :)
Koss og knús og kveðjur til Mark!
Gangi þér vel í aðgerðinni Kristín mín!
ReplyDeleteTakk fyrir síðast, ekkert smá gaman að hitta ykkur turtildúfurnar, bið að heilsa Mark :*