Góðann dag lesendur góðir!
Ég hef ekki verið dugleg að blogga enda ekki með internet í nýju íbúðinni minni (kemst stundum, eins og núna, inn á internet nágrannanna ;))
Mikið hefur hins vegar gerst.
Í fyrsta lagi gekk aðgerðin vel. Ég er farin að labba og mér líður bara vel í ökklanum. Það eru auðvitað ennþá verkir, og stífleiki, en ekkert sem á ekki eftir að jafna sig með tímanum og meðferð!
Mér var sagt að ég ætti að verða 100% í ökklanum eftir c.a. 3-4mánuði (s.s. í Júní)!!
Ég hef misst nokkur kíló eftir aðgerðina, og sérstaklega eftir að ég kom út... Það er bara ekki til matarlyst í mér þegar ég er ekki að æfa almennilega! Sem betur fer er Mark duglegur að troða ofan í mig mat. Ég er líka farin að taka "weigth gainers" prótein shake til að reyna að halda í þá vöðva sem eftir eru á líkamanum ;)
(Þetta er nú ekki svo slæmt... er bara búin að léttast um c.a 4kíló en vil samt ekki missa meira).
Já og svo er ég að fara á Outback Steakhouse í kvöld að fá mér eina feita! :)
Skólinn gengur vel. Ef það gengi ekki vel í skólanum væri nú líka eithvað að mér þar sem ég er bara í tveim tímum þessa önnina. Þetta eru ágætlega erfiðir tímar, en skemmtilegir. Health Psychology, og Organizational Psychology.
Ég er líka aðeins farin að læra fyrir GRE prófið sem ég tek eftir mánuð. (fyrir þá sem ekki vita er GRE próf sem maður þarf að taka til að komast í meistaranám hérna í USA).
Talandi um meistaranám, þá er ég að skoða mína möguleika þar. Þar sem ég er ekki að keppa fyrir skólaliðið í ár á ég eitt ár eftir sem löggyldur keppandi í hálskólum í Bandaríkjunum, sem þíðir að ég get fengið hluta af meisaranáminu mínu borgað ef ég keppi fyrir skólann!!
Ég þarf samt að nýta þetta ár á næsta ári sem þíðir að ég þarf að byrja í meistaranámi Núna! (sem væri ekkert mál ef ég vissi nákvæmlega hvað ég vildi læra, og væri ekki með hugann við smá frí. Ég var nefnilega búin að ákveða að taka eitt ár í pásu námi).
Ég er nú þegar komin með boð frá tveim skólum um fullan skólastyrk, þetta eru skólar með miklu sterkara frjálsíþróttaprógramm en ég hef verið í undanfarin ár (en það er þó þokkalega sterkt), semsagt skólar sem eru í top tíu í USA!... Oh hvað það væri gaman... Þeir eru hins vegar ekki með nám sem mig langar í... Sem gerir mér frekar erfitt fyrir. Svo er ég ekki viss um að ég muni nýta þetta síðasta ár eða ekki. En það kemur allt í ljós á næstu vikum.
Ég hef verið að leyta mér að vinnum. Það er ekkert að fá. Ég sótti reyndar um sem lifeguard í sundlauginni hérna í skólanum og vona að ég fái það! Ég er reyndar komin með vinnu í maí en ég vil vinnu núna svo ég geti unnið mér inn smá aur.
Ég læt þetta duga í bili.
Friday, February 27, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Gaman að heyra frá þér Kristín mín og gott að þú ert þokkalega góð í ökklanum!
ReplyDeleteGangi þér vel að velja nám og finna vinnu :)