Hæ allir saman. Það er orðið langt síðan ég bloggaði síðast. Ég ákvað að breyta blogginu mínu og fara aftur til Blogspot. Miklu þægilegra þegar kemur að því að setja inn myndir osfrv. Annars er ég komin aftur til San Diego. Ferðalagið gekk vel, og ég er ágætlega sátt við það að vera komin aftur. Ég hafði það ógurlega gott heima um áramótin. Ég gerði margt skemmtilegt, þó mér finnist ég hafa þurft að gera miklu meira! Það er bara ekki tími fyrir allt á aðeins 2vikum. Það helsta í fréttum er það að ég er orðin trúlofuð. Ji hvað það er skrítið að segja það. Mark bað mín á meðan við vorum á Egilsstöðum í helgarfríi, það var mjög indælt :)
Annað mikilvægt í fréttum er það að ég þarf að fara í aðgerð á ökkla. Ég get samt sagt ykkur það að það var mikill léttir þegar Gauti Laxdal læknir hringdi í mig til að segja mér hvað væri að mér í ökklanum og að það sé hægt að laga það. Þetta hefur verið ENDALAUS barátta og aldrei var vitað hvað er að mér (það eina sem ég veit er að það er ógurlega sársaukafullt að hoppa). Þannig að ég er satt best að segja ánægð með það að vera að fara í aðgerð! Ég vona að margra ára verkur í ökklanum fari eftir aðgerðina (eða a.m.k. minnki).
Ég læt hér fylgja myndir að heiman.
Sunday, January 18, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Til hamingju með trúlofunina!!
ReplyDeleteÉg er líka sáttur með þessi heimasíðuskipti ;)
Til Hamingju með trúlofunina. Hlakka til að hitta kallinn!!!
ReplyDeleteEinar Karl
Innilega til hamingju bæði tvö.
ReplyDeleteVona að aðgerðin gangi vel, gott að vita loksins hvað sé að.
Innilega til hamingju!! Ég tók bara alls ekki eftir þessu þegar ég hitti ykkur í höllinni. En annars góð tíðindi að ökklin gæti loksins komist í lag, vonandi tekst aðgerðin vel og þú getir farið að hoppa daginn út og daginn inn:-)
ReplyDeleteTakk öll sömul! :)
ReplyDeleteOg Sigurjón, já það var sko löngu kominn tími á heimasíðuskipti ;)
Einar - Hvenær kemur þú til Cali??
Innilega til hamingju Kristín mín.
ReplyDeleteVerst að ná ekki á ykkur hérna um hátíðarnar. Við skiptumst á að vera á Egilsstöðum ;)
ER komin einhver tímasetning á ökkla aðgerðina?
bkv. Auður
Til hamingju með trúlofunina :D kv. Íris Þórs
ReplyDeleteTakk auður. Já ég hefði sko viljað hitta á ykkur! Ég kem heim í aðgerð 13. febrúar!! :-)
ReplyDeleteInnilegar hamingjuóskir með trúlofunina :) kv Anna Heiða
ReplyDelete