Það gengur alltsaman vel ennþá hérna í San Diego. Það er ekki mikið að gera í skólanum þessa dagana. Ég er bara á fullu að leita af vinnu, og gera allt klárt til að flytja á morgun!
Mikið rosalega verður það fínt að vera með sérplás....loksins!! Ég hef verið með herbergisfélaga (allt frá 2-5 manns) á meðan ég hef búið í San Diego, en nú erum við Mark að fara að fá OKKAR íbúð ... Það verður rosa munur!!! Þá þarf ég ekki að þrífa upp eftir aðra osfrv ;)
Ég fór á brimbretti á sunnudaginn í fyrsta skipti í frekar langann tíma. Það hefur hreinlega verið of kalt til að fara á brimbretti. En við vorum orðin þreytt á að bíða eftir hlýjunnu aftur svo að við drifum okkur þrátt fyrir kulda (jájá - ég veit...Ég á ekki að kvarta yfir kulda, en trúið mér bara...sjórinn var ískaldur!!). Það var rosalega gaman, en undir lokin var mér orðið svo kalt að ég réð varla við mig í sjónum, vöðvarnir hreinlega neituðu að virka. Ég fann samt að eftir þessa brimbretta ferð leið mér betur í öllum liðum (já ég er eins og gamla fólkið - illt í öllum liðum...hehe..), en ég fann mun á ökklanum, og bakinu, og var barasta rosa frísk í gær og í dag.
Þarf að fara í kaldann sjóinn oftar!!
En nú ætla ég að koma mér í að pakka og gera allt klárt áður en við flytjum!
Monday, January 26, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
hahaha heldurðu að þótt þú búir bara með einum að þú þurfir ekki að taka upp eftir aðra... ;)
ReplyDeletelíttu á þetta sem aðvörun hehe ;)
en innilega til hamingju með trúlofunina ;)
bið að heilsa
Takk Silja
ReplyDeleteOg...Haha... Ég veit að ég á eftir að þurfa að taka upp eftir hann strákinn (þó hann sé reyndar mjög snirtilegur), en ég hef þó það vald að segja honum að taka til eftir sig ;) Það er öðruvísi með herbergisfélaga, þar sem það kemur mér ekki beint við þó að hún skilji eftir óhreinu diskana sína í vaskinum í viku ;)
Ég held að Mark sé mjög snyrtilegur. Alla vega það sem ég þekki af honum. Hann stjanar líka við rassgatið á unnustu sinni svo að ég hugsa að hún eigi eftir að eiga notalegri daga í litlu íbúðinni með honum en með hinum skvísunum sem hafa jú verið jafn misjafnar og þær eru margar.
ReplyDeleteÞú mátt gjarnan senda okkur myndir af íbúðinni þegar allt er tilbúið og svo hlakka ég alveg SVAKALEGA til að sjá þig bráðum.