Monday, April 27, 2009

lífið og tilveran

Þeir sem vilja fylgjast betur með mér geta addað mér á facebook þar sem ég er orðin svona léleg í þessu bloggi... Ekki að segja að ég ætli að hætta að blogga... Ég held ég haldi bara áfram að gera það sem ég hef verið að gera - skrifa hingað inn svona af og til...
Anyway...
Ég er að fara að útskrifast...oh my!! og ég veit ekki alveg hvað er að fara að taka við hjá mér. Það fer eftir ýmsu, kannski fer ég beint í meistaranám, en kannski ekki! Það kemur allt í ljós á næstu mánuðum.
Ég er ekki enn farin að hlaupa. Mér líður hins vegar ágætlega í ökklanum og get ekki beðið eftir því að fá grænt ljós á það að skokka, og lyfta smá. Ég vona að ég komist á fullt fyrir sumarið svo ég geti hugsanlega tekið þátt eithvað heima, en það er enn ekki alveg víst.

Ég er pínu veik. Hef verið með pest í c.a. viku núna og það er alveg óþolandi. Þetta er EKKI þessi svínaveiki ;) eða það held ég allavega .. hehe.. Ætla nú samt að fara til læknis á morgun til að láta tékka á mér aftur :)


Ég fór í gær í heimsókn í Olympic Training Center (fyrir þá sem ekki vita er það æfingamiðstöð hérna í San Diego þar sem íþróttamenn koma allstaðar að úr heiminum í eina bestu aðstöðu í heiminum, til að æfa). Það vill svo til að Vésteinn Hafsteinsson er þar með íþróttamennina sína svo ég hafði samband við hann og fékk að koma í heimsókn þangað, hitti hann, íþróttamennina hans, og fékk að sjá aðstöðuna (sem var geggjUÐ!). Það var rosa gaman og ég þakka Vésteini fyrir að taka á móti okkur og sína okkur staðinn!

Annars hef ég svosum ekkert mikið annað að segja, ætla að ganni að setja inn nokkrar myndir





Fórum í Sea World um daginn (Sandy hope it´s ok I used your pic :))


Hverjir ætli þetta séu nú!?


Frá því Helga var í heimsókn... Fengum okkur GóÐann Mexícanskan mat þetta kvöld

Tuesday, April 7, 2009

Læknastofan

Ég var á læknastofu um daginn með Mark (hann fór í smá aðgerð á kinninni). Á meðan við biðum á biðstofunni var lítil stúlka okkur við hlið að skoða fiskabúr, hún gekk upp að fiskabúrinu eftir að hafa hangið í mömmu sinni í smá stund sem hundsaði hana bara. Ætli hún hafi ekki verið c.a. 2ja ára gömul littla stelpan. Eftir að hafa skoðað fiskana í smá stund lifti hún upp pilsinu og þegar hún gerði það greip hún í bleyjuna sína og út kom kúkur!! Jújú.... kúkurinn lenti beint á teppinu í biðstofunni og stelpan labbaði frá fiskabúrinu út á mitt gólf og dreifði skemmtilegheitunum út um allt teppið! Úps!
Mamman greip í stelpunu (frekar harkalega) og skammaði hana. Ég veit ekki með ykkur en ég hefði ekki skammað krakkann fyrir þetta. Hún var með bleyju yfirfulla af kúk og fannst það nú eithvað óþægilegt greyjinu, hún reyndi að fá athygli mömmu sinni nokkru áður en fékk hana ekki. Stelpan var klárlega óviti og fattaði ekki alveg hvað hafði gerst.....
Eins og gerist oft á læknastofum var mikil seinkun og við Mark neyddumst til að sitja í kúkalyktinni í c.a. hálftíma, og fengum að filgjast með einni hjúkkunni þrífa teppið...hehe :/

Aðgerðin gekk vel og Mark er orðinn góður aftur!

Annars líður mér bara ágætlega. Ökklinn er allur að koma til og ég er farin að æfa meira!! Það er skrítið að vera í San Diego og vera ekki á vellinum alla daga. Ég veit ekki hvað ég á að gera við tímann stundum og get eiginlega ekki beðið eftir því að fara á fullt aftur.