Anyway...
Ég er að fara að útskrifast...oh my!! og ég veit ekki alveg hvað er að fara að taka við hjá mér. Það fer eftir ýmsu, kannski fer ég beint í meistaranám, en kannski ekki! Það kemur allt í ljós á næstu mánuðum.
Ég er ekki enn farin að hlaupa. Mér líður hins vegar ágætlega í ökklanum og get ekki beðið eftir því að fá grænt ljós á það að skokka, og lyfta smá. Ég vona að ég komist á fullt fyrir sumarið svo ég geti hugsanlega tekið þátt eithvað heima, en það er enn ekki alveg víst.
Ég er pínu veik. Hef verið með pest í c.a. viku núna og það er alveg óþolandi. Þetta er EKKI þessi svínaveiki ;) eða það held ég allavega .. hehe.. Ætla nú samt að fara til læknis á morgun til að láta tékka á mér aftur :)
Ég fór í gær í heimsókn í Olympic Training Center (fyrir þá sem ekki vita er það æfingamiðstöð hérna í San Diego þar sem íþróttamenn koma allstaðar að úr heiminum í eina bestu aðstöðu í heiminum, til að æfa). Það vill svo til að Vésteinn Hafsteinsson er þar með íþróttamennina sína svo ég hafði samband við hann og fékk að koma í heimsókn þangað, hitti hann, íþróttamennina hans, og fékk að sjá aðstöðuna (sem var geggjUÐ!). Það var rosa gaman og ég þakka Vésteini fyrir að taka á móti okkur og sína okkur staðinn!
Annars hef ég svosum ekkert mikið annað að segja, ætla að ganni að setja inn nokkrar myndir

Hverjir ætli þetta séu nú!?